Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kom ásamt Ágústi Bjarna Garðarssyni þingmanni í suðvesturkjördæmi, Völu Garðarsdóttur sem skipar 3. sæti í suðvesturkjördæmi og Gesti Steinþórssyni starfsmanni flokksins í heimsókn á Sörlastaði og kynntu sér þá gríðalegu uppbyggingu sem þar hefur átt sér stað síðustu ár, skoðuðu hið glæsilega nýja mannvirki okkar í Sörla undir styrkri leiðsögn Sigurðar verkefnastjóra.
Voru þau yfir sig hrifin af reiðsalnum og þeirri aðstöðubreytingu sem verður hjá okkur Sörlafélögum til að stunda hestaíþróttina og einnig því glæsilega útsýni sem blasir við úr veislu- og móttökusalnum.
Ágúst Bjarni hafði á orði að hann hefði nú ekki komið frá því að hann tók fyrstu skóflustunguna að byggingu reiðhallarinnar.
Síðan lá leiðin í okkar glæsilega félagshús þar sem Atli Már formaður fór aðeins yfir starfsemi hússins, hvað það væru mörg börn sem stunduðu hestamennsku þar og hvernig þátttaka barnanna sé að skila sér í nýliðun hjá félaginu og inn í starfi félagsins.