Helgarnámskeið 13.-15 . janúar 2023.
Kennari Rósa Birna Þorvaldsdóttir
Rósa Birna er mörgu Sörlafólki af góðu kunn enda alin upp hér í okkar góða félagi. Rósa Birna útskrifaðist sem reiðkennari frá Háskólanum á Hólum árið 2011 en hefur kennt fullorðnum og börnum reiðmennsku meira og minna sleitulaust frá og með sumrinu 2006.
Hún vinnur við tamningar og þjálfun og rekur tamningastöð í Kálfholti með manni sínum Þór Jónsteinssyni.
Með þessu námskeiði leggur Rósa Birna áherslu á að veita knöpunum persónulega tilsögn sem gæti aukið sjálfstraust þeirra og hjálpað þeim með sína reiðmennsku og samband sitt við sinn hest.
Föstudagur knapar koma með hest sinn og hitta kennarann, til að fara yfir stöðuna og hvað þeir vilja vinna með. Tekur ca. 15 mínútur á hvern knapa og hest.
Laugardagur einkatími 45 mínútur
Sunnudagur einkatími 45 mínútur
Verð 29.000 kr.
Lágmarksfjöldi á námskeiðið er 8 og hámark 14 þátttakendur.
Opnað verður fyrir skáningu á mánudaginn 19. des kl 20:00
Skráð verður á námskeiðið í gegnum Sportabler kerfið, þeir sem ætla að skrá sig verða að stofna eigin Sportabler aðgang.
Til að stofna aðgang þá:
https://sportabler.com/shop/sorli/
Velja tungumál
Innskrá í Sportabler
Nýskrá
Fylla út
Senda
Eftir að búið er að stofna sinn eigin aðgang þá er aftur farið inn á sportabler.com/shop/sorli veljið námskeiðið og gangið frá skráningu.