Hjólareiðakeppni barna og unglinga í Heiðmörk sunnudaginn 15. maí

Hjólreiðakeppni 

Brettafélag Hafnarfjarðar stendur fyrir hjólreiðakeppni barna og unglinga í Heiðmörk næstkomandi sunnudag 15. maí á milli kl 11:00 - 13:00.

Viljum við biðja knapa um að fara ekki um Heiðmörkina á þessum tíma.

Leiðin sem verður farin liggur frá Þjóðhátíðarlund og yfir í Vífilstaðahlíðina og þarf að þvera reiðstíg.