Íslandsmót barna og unglinga var haldið af hestamannfélaginu Herði dagana 17.– 21. júlí.
Sörli átti þar 12 glæsilega fulltrúa.
Mörg pör áttu frábærar sýningar auk þess sem að sjá mátti háar tölur. Þátttakendur eiga lof skilið fyrir íþróttamannslega framkomu og fallega reiðmennsku. Við erum virkilega stolt af okkar fólki.
Unglingaflokkur Fjórgangur V1 reið á vaðið í upphafi móts en þar voru skráðir 63 keppendur. Í fjórgangi V1 unglinga urðu Helga Rakel og Kúnst í 54. sæti með 5,53, Snæfríður Ásta og Eldon í 42. sæti með 5,90. Snæfríður Ásta og Liljar í 26. sæti með 6,23.
Næst var svo komið að fimmgangi F2 Unglinga. Þar voru skráðir 32 keppendur og þar áttum við einn fulltrúa Fanndísi og Sprota áttu stórgóða sýningu stóð efst að lokinni forkeppni með 6,73 og lönduðu svo stórglæsilegum Íslandsmeistatitli með 6,88. Við Sörlafólk vorum þar með komin með Íslandsmeistara!
Þá var komið að Barnaflokki Fjórgangi V2 en þar voru skráðir 23 keppendur. Þar urðu Áshildur Viktoría og Hrafn í 15. sæti með 5,67, Elísabet og Glanni í 12. sæti með 5,90 og Una Björt og Heljar í 6-7. sæti með 6,23 og höfnuðu svo í 8. sæti í úrslitum með 6,17. Glæsilegt það.
Í Gæðingalist áttum við þrjá stórglæsilega fulltrúa í barnaflokki, þær Ásthildi, Elísabetu og Unu. Elísabet og Glanni urðu í 2. sæti með 5,80, Ásthildur Viktoría og Hrafn í 3. sæti með 5,63 og Una Björt og Heljar í 4. sæti með 5,50. Magnaðar alveg.
Í Tölti T1 Unglingaflokki voru 37 knapar skráðir til leiks. Þar enduðu Helga Rakel og Kúnst í 37. sæti með 4,63, Helgi Freyr og Hrynjandi í 27. sæti með 6,00, Fanndís og Garpur í 11. sæti með 6,63 í forkeppni og enduðu þau síðan í 8. sæti í B-úrslitum með 6,61.
Kolbrún og Hallsteinn lönduðu 5. sæti í forkeppni með 6,87 enduðu í 2. sæti í A-úrslitum með 7,06 eftir alveg hreint stórglæsilega sýningu. Vel gert!
Í tölti T4 unglinga áttum við einn fulltrúa en Fanndís og Ötull stóðu sig svakalega vel og hlutu 2. sæti að lokinni forkeppni með 7,30 og gerðu sér lítið fyrir og unnu A úrslit með 7,13 og þar með annar snilldar Íslandsmeistaratitillinn hjá Fanndísi í höfn. Stórkostlegur árangur svo ekki sé meira sagt!
Í Gæðingaskeiði PP1 urðu Tristan Logi og Auðna í 25. sæti og Fanndís og Sproti í 4. sæti með 6,13. Vel gert það.
Í tölti T4 barnaflokki áttum við einn fulltrúa, Ásthildi Viktoríu og Hrafn en þau enduðu í 3. sæti að lokinni forkeppni með 6,27 og lönduðu með stórkostlegum glæsibrag 3. sætinu í A úrslitum með 6,67. Aldeilis vel gert!
Í Flugskeiði 100m P2 urðu þær Snæfríður Ásta og Dama í 11. sæti
Í Gæðingatölti barna áttu þær Elísabet Benediktsdóttir og Astra frábæra sýningu og urðu í 4. sæti í forkeppni með 8,53. Í úrslitum bættu þær svo glæsilega í og urðu aftur í 4. sæti og nú með einkunnina 8,60. Algjörlega frábært!
Í Gæðingaflokki barna urðu Elísabet og Glanni í 26. sæti með 8,21. Elísabet og Astra í 23.sæti með 8,28 og Þórunn María og Garún í 19. sæti með 8,32
Í Gæðningatölti unglinga áttum við einn fulltrúa, hana Öggu Stínu með hestinn sinn Tannálf en þau enduðu í 13. sæti með 8,34.
Í Gæðingaflokki unglinga áttum við tvo fulltrúa, Tristan Loga og Grímu sem urði í 18. sæti með 8,09. Kolbrúnu Sif og Topp sem enduðu í 16. sæti með 8,24 og Tristan Loga og Eyrúnu sem enduðu glæsilega í 6. sæti með 8,44 í forkeppni og í 8. sæti í A úrslitum með 8,37 í harðri keppni. Vel gert!
Við áttum glæsilega fulltrúa í Pollatölti, hana Móeiði Valgarðsdóttur á hestinum Heljari frá Fákshólum.
Frábær árangur hjá okkar fulltrúum á mótinu. Framtíðin er svo sannarlega björt með alla þessa flottu keppendur og margir þeirra að stiga sín fyrstu skref á stórmóti.
Innilega til hamingju öll!
Áfram Sörli.