Jólaskemmtun Sörla og Íshesta

 

Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu er ekki unnt að halda sameiginlegt jólaball hestamannafélaganna á höfuðborgasvæðinu líkt og verið hefur síðustu ár. Þess í stað ætlum við í æskulýðsnefnd Sörla ásamt starfsmönnum Íshesta að standa fyrir jólaskemmtun utandyra sunnudaginn 3. janúar.

Til að taka þátt í jólaskemmtun Sörla og Íshesta þarf að skrá alla þátttakendur, bæði börn og foreldra fyrir fram með því að senda tölvupóst á aeskulydsnefnd@sorli.is. Raðað verður í 10 manna hópa og hverjum hópi úthlutaður tími við Hvaleyrarvatn. Við Hvaleyrarvatn eiga krakkarnir að finna hvert fyrir sig eitt Íshestabuff, eitt endurskinsmerki, annað hvort merktu Sjóvá eða Sörla og eitt Sörla barmmerki. Þegar þau hafa fundið alla þrjá hlutina fer hópurinn yfir til Íshesta þar sem boðið verður upp á kakóbolla og Jólasveinn gefur krökkunum góðgæti.

Skráningafrestur er til hádegis 30. desember.

Mikilvægt er að einstaklingar sem finna fyrir minnstu flensu einkennum mæti ekki. Við óskum öllum gleðilegra jóla og gæfuríks árs með von um að árið 2021 veiti öllum frelsi, gleði og góða heilsu þar sem hestamennskan fær að blómstra, Hátíðarkveðja, Æskulýsðnefnd Sörla og starfsfólk Íshesta.