Keppnisakademía Sörla er loksins að hefjast aftur

Vorönn 

Námskeiðið er ætlað knöpum í barna- unglinga- og ungmennaflokki sem stefna á keppni með hesta sína í vor og þar sem farið verður í undirbúning fyrir keppni, æfingar fyrir þær greinar sem stefnt er á  og markvisst unnið að þeim markmiðum sem sett eru.

Iðkendur fá innsýn í keppnisþáttöku og undirbúning, hjálp við markmiðasetningu og þjálfun og uppbyggingu keppnishestsins í aðdraganda keppnistímabils.

Námskeiðið er byggt upp á 2 helgarnámskeiðum þann 4-5 mars og 1-2 apríl og þar á eftir þann 25 apríl taka við vikulegir tímar ýmist í reiðhöllinni eða úti á velli fram til 30 maí.

Námskeiðið nær því yfir íþrótta- og gæðingamót Sörla.

Athugið að keppnisakademían er alveg frístandandi námskeið hugsað til viðbótar við önnur námskeið félagsins,  og er ekki tengd Reiðmennskuæfingunum en iðkendum er að sjálfssögðu frjálst að skrá sig og vera með á báðum námskeiðum.

Akademían er undir stjórn yfirþjálfara Hinriks Sigurðssonar og fleiri kennarar munu koma að kennslu á tímabilinu.

Námskeiðið er alls 14 reiðtímar og það er takmarkað framboð af plássum á námskeiðið.

Verð 56.000 kr.

Búið er að opna fyrir skráningu í Keppnisakademíuna á Sportabler:

Til að skrá yngri en 18 ára í Sportabler þarf að forráðamaður að stofna aðgang:
sportabler.com/shop/sorli
Velja tungumál
Innskrá í Sportabler
Nýskrá 
Fylla út 
Senda

Eftir að búið er að stofna sinn eigin aðgang þá er aftur farið inn á sportabler.com/shop/sorli valið námskeið fyrir iðkendur, hægt er að skipta greiðslum og nýta frístundastyrk.

Við hvetjum forráðamenn til þess að græja skráningarnar sem allra fyrst til þess að hægt sé að fá góða yfirsýn yfir fjölda iðkenda á vorönn.

Allar frekari upplýsinar hjá yfirþjálfara félagsins Hinna Sig, vinsamlegast sendið póst á hinriksigurdsson@gmail.com