Kveðja frá yfirþjálfara

Allt komið á fulla ferð 

Sæl verið þið félagsmenn 

Eins og margir hafa tekið eftir þá er félagsstarfið að fara á fulla ferð hjá okkur Hafnfirðingum um þessar mundir. 

Reiðmennskuæfingar yngri flokkanna eru þegar hafnar og krakkarnir komnir af stað í bóklega kennslu og líkamsrækt þar sem áhersla er lögð á styrk, jafnvægi, samhæfingu og þol. 

Þau hafa þegar fengið æfingar sem miða að og hjálpa þeim við að ná færni og forsendum óháðrar ásetu og stjórnunar, og það krefst einmitt jafnvæigs, samhæfingar og líkamsstjórnunar. 
Þau sýna flottan áhuga áviðfangsefninu og knapaþjálfunin er einmitt svo mikilvægur þáttur í þroska og framförum þeirra sem vilja ná lengra í reiðmennskunni. 

Það er sannarlega pláss fyrir fleiri yngri iðkendur og þeir sem hafa áhuga og eru að hugsa málið, endilega skráið ykkur inn í starfið. 

Knapamerki 2, 3 og 4 eru komin af stað og er bóklega kennslan í fullum gangi og fyrstu bóklegu prófin eru strax eftir helgina, og svo tekur verkleg kennsla við. 

Reiðmennskuæfingar fullorðinna hefjast 17. október og þar er algjör metskráning, og yfir 40 iðkendur í náminu. 

Það má því segja að eftir miðjan október þegar allt erkomið í farveg séu rétt um 80 iðkendur byrjaðir í námskeiðahaldinu hjá okkur, og það þegar í október. Það hlýtur að teljast sterkt hjá okkar flotta félagi. 

Veturinn verður svo spennandi, og fræðslunefndin setur upp fleiri styttri námskeið, td. helgarnámskeið og sýnikennslur ásamt því að vera með nokkura vikna námskeið líkt og í fyrra. 

Aðalfundur er svo á næsta leyti, og ég vill nota tækifærið og hvetja hvern þann sem hefur áhuga og elju til þess að vera með og hafa áhrif á félagsstarfið okkar að láta vita af sér til Atla formanns eða Diddu framkvæmdarstjóra, það er aldrei ofgnótt af góðu félagsmálafólki í nefndarstörf sem eru af ýmsum toga, allt frá mótahaldi, skemmtiviðburðum, stjórnarstörfum og fræðslu og ekki síst æskulýðsstarfið sem er gríðarlega mikilvægt öllum íþróttafélögum. 

Ég hlakka til að hitta ykkur öll á ferðinni á félagssvæðinu okkar og endilega hafið samband og heyrið í mér ef þið hafið spurningar eða punkta. 

Kær kveðja Hinni Sig.
Yfirþjálfari Sörla