Í vikunni sem leið var tilkynnt hverjir munu skipa landslið Íslands í hestaíþróttum á HM í Hollandi.
Það er sérlega ánægjulegt að segja frá því að Sörlafélaginn Ingibergur Árnason var valinn í landsliðið með skeiðhryssuna sína Sólveigu en þau hafa verið eitt alfljótasta parið á heimsvísu í skeiðgreinum um árabil.
Innilega til hamingju Ingibergur!
Við Sörlafélagar getum verið virkilega stolt af okkar manni og það verður spennandi að fylgjast með þeim og öðrum í landsliðinu keppa fyrir Íslandshönd í ágúst í Hollandi.
Hér má lesa frétt Landsambands Hestamanna í heild sinni.
Áfram Sörli