62. landsþings Landssambands hestamannafélaga sem áður var boðað 16.-17. október hefur verið fært til 27.-28. nóvember 2020. Þetta er gert vegna uppgangs Covid19 veirunnar í samfélaginu. Frestur til formanns- og stjórnarframboðs sem áður var 2. október framlengist til 13. nóvember og frestur til að leggja fram málefni til umræðu sem áður var 18. september framlengist til 30. október. Tekið skal fram að þau framboð og þær tillögur sem þegar hafa borist eru í fullu gildi.
Vonast er til að framgangur Covid19 verði með þeim hætti í lok nóvember að hægt verði að kalla þingfulltrúa saman á hefðbundinn hátt og stefnt er á að þingið verði haldið í Laugardalshöll. Tekin verður ákvörðun tveimur vikum fyrir þing hvort þingið verður fjarþing með rafrænum atkvæðagreiðslum og eru þingfulltrúar beðnir um að búa sig undir það.
Formönnum og þingfulltrúum er bent á að kynna sér vel 1. kafla í lögum og reglum LH.
Rétt til þingsetu eiga 186 þingfulltrúar frá 42 hestamannafélögum og reiknast fjöldi frá hverju félagi þannig: Félög með færri en 75 félagsmenn fá einn fulltrúa, félög með 76-150 félagsmenn fá tvo fulltrúa, félög með 151-225 fá þrjá fulltrúa o.s. frv.
Tilkynningar um framboð skulu berast til formanns kjörnefndar, Margeirs Þorgeirssonar, á netfangið vodlarhestar@gmail.com.
Skrifstofa LH veitir allar upplýsingar um þingið í síma 514 4030 eða með tölvupósti á netfangið lh@lhhestar.is.