Það verður að loka gömlu höllinni áður en sú nýja verður tilbúin vegna undirbúnings fyrir lagningu nýs reiðgólfs. Nýja efnið og motturnar undir það koma um miðjan maí.
Höllinni verður lokað mánudaginn 28. apríl.
Það þarf að taka út stúkuna, saga steyptu stéttina undir stúkunni því það á að stækka reiðgólfið, einnig á að rífa gömlu battana, moka út gamla gólfinu og hreinsa aðeins út klæðningu á veggjum. Allt tekur þetta sinn tíma. Upphaflega átti ekki að loka gömlu fyrr en búið væri að leggja gólfið í nýju höllina en það breyttist eftir að það varð seinkun á að efnið kæmi.
Nú eru öll námskeið og öll kennsla búin inni, en það sem eftir er verður kennt úti, því er þetta gerlegt.
Þetta fyrirkomulag sparar félaginu líka pening því ekki þarf að finna geymslustað fyrir nýja efnið og auka flutningskostnað ef gólfin verða lögð í báðar hallirnar á sama tíma.