Nefnda og sjálfboðaliða grill 14. október

Sjálfboðaliðar eru hverju félagi nauðsynlegir 

Sjálboðaliði við viðhaldsvinnu í félagshesthúsi Sörla

Grill og gaman fyrir fulltrúa nefnda og sjálfboðaliða ársins.

Stjórn og framkvæmdastjóri ætla að bjóða öllum fulltrúum nefnda og öllum sjálfboðaliðum ársins til grillveislu að Sörlastöðum föstudaginn 14.október, gleðin hefst kl 19:00.

Nefndarformenn vinsamlegast hafið samband við ykkar nefndarfólk og sjálboðaliða og hvetjið alla til að koma, athugið fjöldann og sendið í tölvupóst á sorli@sorli.is í síðastalagi miðvikudaginn 12.okt kl 14:00

Kæra nefndarfólk og og aðrir sjálfboðaliðar. Kærar þakkir fyrir óeigingjarna vinnu og skemmtileg kynni og samveru á árinu. Án ykkar væri virkni félagsins lítil.

Við hvetjum félagsmenn til að skrá sig á lista yfir sjálfboðaliða á viðburðum félagsins með því að senda skilaboð á netfangið sorli@sorli.is

Kynnumst hvort öðru - Stundum sjálfboðaliðastarf í Sörla. 

Gaman saman – Áfram Sörli