Milliriðlar í ungmennaflokki, A- og B-flokki voru riðnir í dag og okkar fólk stóð sig með sóma.
Eftir milliriðilinn í B-flokki þar sem rauðskjóttur litur var allsráðandi (5 af 7 hestum í A-úrslitum eru rauðskjóttir) eigum við tvo fulltrúa.
Ísak og Teitur eru í öðru sæti inn í úrslitin með 8,77 eftir frábæra sýningu þar sem allt gekk upp.
Danni hélt áfram að vera í stuði og reið Adrían í þriðja sætið inn í úrslitin með 8,73.
Þinur og Ástríður enduðu í 20 sæti með 8,55 og Gutti og Snorri í því 30. með 8,39.
Katla Sif og Bálkur áttu fína sýningu sem skilaði þeim í B úrslit í ungmennaflokki
Í A-flokki gæðinga eigum við Sörlafélagar hreinlega topphestinn í röðinni fyrir úrslit.
Goði frá Bjarnarhöfn leiðir með 8,80 í einkunn eftir frábæra sýningu.
Danni reið Glampa líka inn í B-úrslit.
Snorri og Engill enduðu rétt utan við úrslit.
Áfram Sörli