Ráðist var í það í gær að bæta inn flís í reiðgólfið. Vaskir reiðkennarar sem kenna hjá félaginu komu og aðstoðuðu við verkið, við fengum einnig starfsmann frá Íshestum til að keyra efninu inn á reiðgólfið fyrir okkur og Reynir Markússon sá um að sækja flísina og koma henni til okkar endurgjaldslaust. Þetta gekk mjög vel og höllin var ekki lokuð nema í tvo tíma þá var búið að jafna úr öllu efninu og bleyta yfir gólfið þannig að allt var klárt fyrir kennslu kvöldsins.
Það hefur vart farið fram hjá neinum að búið er að mála reiðhöllina okkar. Viðhaldi á járni var mjög ábótavant og gluggar lekir. Arkitektar nýju reiðhallarinnar völdu lit á gamla mannvirkið sem kemur til með að fara vel með litnum sem verður á nýju höllinni.
Í haust var höllin háþrýstiþvegin, epoxigrunnuð tvisvar sinnum og svo heilsprautuð með lit. Nú þessa viku og jafnvel fram í þá næstu er verið að laga þakgluggana. Höllin er ekki lokuð á meðan en knapar eru beðnir um að fara sérstaklega gætilega.