Reiðmennskuæfingar yngri flokka hefjast 25. september og reiðmennskuæfingar fullorðinna hefjast 30. október. Búið er að opna fyrir skráningu.
Um er að ræða skipulagða kennslu fyrir félagsmenn í hestamannafélaginu Sörla, sem nær yfir allt tímabilið, haustönn og vorönn.
Nú er Landsmótsár framundan og Landsmótið haldið í Reykjavík að þessu sinni. Æfingar og keppnisakademía yngri flokka verða því starfrækt að enn meiri krafti en áður með lærdóma fyrri ára með okkur í farteskinu.
Reiðmennskuæfingar yngri flokka
Nú er æfingatímabilið að hefjast og við opnum fyrir skráningu á Reiðmennskuæfingar yngri flokka.
Það er heilmikið framundan í æfingunum og starfið að vaxa alveg á fullri ferð.
Æfingarnar samanstanda af bóklegri og verklegri kennslu ásamt opnum verklegum æfingum með aðstoð þjálfara.
Starfið hefst nú í lok september með bóklegum tíma, léttum æfingum án hests og skemmtilegri samveru.
Hægt verður að bæta inn nýjum iðkendum þó svo að önnin sé byrjuð
Svo í október hefjast svo reiðtímar á eigin hesti, svo það er gott fyrir þátttakendur að byrja að huga að því að vera klár með hesta sína á fyrstu vikum októbermánaðar.
Stefnt er á fyrstu verklegu reiðtíma 16. október.
Kennslan fer þannig fram að verklegar æfingar eru á mánudögum eða miðikudögum, opin æfing í reiðhöll með leiðsögn þjálfara á fimmtudögum 4 skipti yfir önnina og bóklegur tími á fimmtudögum 4 skipti yfir önnina.
Jólafrí 15. desember - 7. janúar
Æfingargjöld fyrir haustönn eru 60.000 kr og hægt að nýta frístundastyrk.
Kynningarfundur á starfinu verður haldinn um miðjan september áður en æfingar hefjast.
Búið er að opna fyrir skráningu á æfingarnar fyrir yngri iðkendur félagsins, í gegnum Sportabler kerfið.
Til að skrá yngri en 18 ára í Sportabler þarf að forráðamaður að stofna aðgang:
https://sportabler.com/shop/sorli/
Velja tungumál
Innskrá í Sportabler
Nýskrá
Fylla út
Senda
Eftir að búið er að stofna sinn eigin aðgang þá er aftur farið inn á sportabler.com/shop/sorli valið námskeið fyrir iðkendur, hægt er að skipta greiðslum og nýta frístundastyrk.
Reiðmennskuæfingar fullorðinna
Hefjast mánudaginn 30. október og standa til 15. apríl, alls 22 vikur.
Jólafrí 15. des - 7. jan.
Kennslan fer þannig fram að verklegar æfingar eru einu sinni í viku og bókleg kennsla með reglulegu millibili á móti.
Reiðmennskuæfingar fullorðinna eiga tíma í reiðhöllinni á mánudagskvöldum, miðvikudagskvöldum, fyrir hádegi á miðvikudögum og föstudögum, og því ættu flestir áhugasamir að geta fundið æfingatíma við hæfi.
Verð: 105.000 kr
Reiðmennskuæfingar fullorðinna eru frábært verkfæri fyrir áhugasama knapa til þess að þjálfa skipulega yfir allt tímabilið með leiðsögn reyndra þjálfara og kennara.
Þeir knapar sem voru á æfingum á síðustu tveimur árum hafa færi á að halda áfram að byggja ofan á kunnáttu sína og færni, með áframhaldi í þeirri línu sem sett hefur verið og nýjir iðkendur verða saman í hópum og verkefnum til þess að tryggja góða samfellu fyrir alla iðkendur.
Fyrstu 30 sem skrá sig komast á æfingar, hinir fara á biðlista.
Búið er að opna fyrir skráningu á æfingarnar fyrir eldri iðkendur félagsins, í gegnum Sportabler kerfið.
Til að skrá í Sportabler þarf að stofna aðgang:
https://sportabler.com/shop/sorli/
Velja tungumál
Innskrá í Sportabler
Nýskrá
Fylla út
Senda
Eftir að búið er að stofna sinn eigin aðgang þá er aftur farið inn á sportabler.com/shop/sorli valið námskeið fyrir iðkendur, hægt er að skipta greiðslum og nýta frístundastyrk.
Keppnisakademían 2024
Keppnisakademía Sörla er hugsuð fyrir þá knapa í barna- unglinga- og ungmennaflokki sem stefna á keppni á tímabilinu og verður hnitmiðuð að þátttöku í úrtöku fyrir LM í byrjun júní.
Í keppnisakademíunni verða haldin 3 helgarnámskeið yfir tímabilið með sérþjálfun á hverju námskeiði og svo þegar hefðbundnum reiðmennskuæfingum er lokið í apríl verður kennsla í akademíunni vikulega fram að LM úrtöku.
Akademían verður auglýst sérstaklega á haustmánuðum.
Frumtamninganámskeið
Við stefnum á frumtamninganámskeið frá miðjum september og út október, nánar auglýst síðar.
Öllum reiðkennurum á Sörlasvæðinu var boðið að taka þátt í kennslu hjá félaginu og allir þeir sem óskuðu eftir því að vera með eru ýmist að kenna á Reiðmennskuæfingum yngri flokka og fullorðinna og í Knapamerkjanámskeiðum 2,3 og 4.
Allir kennarar sem koma að æfingunum eru menntaðir reiðkennarar eða hafa viðurkennda þjálfaramenntun ÍSÍ.
Á vegum félagsins verða svo ýmis önnur námskeið yfir styttri tíma á tímabilinu. Ýmist helgarnámskeið eða nokkura vikna reiðna´mskeið líkt og verið hefur.
Allar upplýsingar um námskeiðahaldið veitir yfirþjálfari Hinrik Þór Sigurðsson í netfangi hinriksigurdsson@gmail.com eða síma 695 9770
Við hlökkum mikið til þess að vinna með ykkur öllum félagsmönnum og halda áfram að setja meiri kraft í starfið okkar hjá Sörla.
Áfram Sörli