Það er búið að opna fyrir skráningu á Reiðmennskuæfingar fyrir vorið en æfingarnar hefjast af fullum krafti mánudaginn 18. janúar og standa fram í lok apríl.
Við lentum í smá veseni með Nóra skráningakerfið út af frístundastyrk til barnanna í Hafnarfirði, þeir foreldrar sem að ég talaði við fyrir áramót eiga ekki að skrá börnin sín, búið er að forskrá þau börn.
Tímabil námskeiðs í Nóra kerfinu er frá 1. janúar - 30. júní til þess að krakkarnir sem búa í Hafnarfirði geti nýtt allan sinn styrk sem þau eiga rétt á á hverri önn því Hafnarfjörður greiðir styrkinn út mánaðarlega en ekki í einni eingreiðslu eins og hin bæjarfélögin gera.
Þær verða með sama sniði og verið hefur í haust, það er að segja knapar ríða einn verklegan tíma í viku og eru með einn bóklegan/hreyfingu.
Aldursskipting er í kennslunni og við leggjum áherslu á að allir knapar komist í hópa við hæfi.
Áfram er lögð áhersla á að kynna grunngildi góðrar þjálfunar knapa og hesta þar sem nemendur öðlast kunnáttu og færni í helstu fimiæfingum, og þjálfun gangtegunda.
Við tökum nokkra tíma þar sem lögð er áhersla á vinnu við hendi og hringtaumsvinnu, og svo í bóklega hlutanum er haldið áfram í bóklegri reiðmennsku, fóðrun og hirðing, heilsufræði og atferlisfræði.
Verð 70.000 kr.
Skráning fer fram gegnum Nórakerfið eins og áður - ibh.felog.is
Við hvetjum alla áhugasama iðkendur í yngri flokkum til þess að skrá sig og taka þátt í spennandi starfi okkar í vetur.
Endilega hafið samband og fáið upplýsingar hjá Hinna yfirþjálfara
Sími 695 9770
Netfang: hinriksigurdsson@gmail.com
Bestu kveðjur Yfirþjálfari