Skemmtanir á Áhugamannamóti Íslands

Á Sörlastöðum 

Á meðan á keppni stendur á laugardeginum verða hoppukastalar fyrir börnin inni í gömlu reiðhöllinni. Pylsur í boði fyrir 16 ára og yngri í hádeginu. Íshestar teyma undir börnum á milli 11:00 og 13:00 í stóra gerðinu fyrir aftan gömlu reiðhöllina.

Hið rómaða Stebbukaffi verður opið alla mótsdaga.

Kvölddagskrá hefst klukkan 21:00 og stendur til klukkan 23:00 í veislusal Sörla og hvetjum við hestamenn til að fjölmenna. Húsið opnar kl 20:30.

Guðrún Árný kemur og heldur uppi stuðinu eins og henni einni er lagið.

Aðgangseyrir á kvölddagskrá er 1.000 kr.

Stuð og stemming. Fjölmennum og höfum gaman saman.