Snjómokstur 23.02.2022

Allt á kafi 

Búið er að moka snjó í allan dag, mokað var af Laugarvegi hann var alveg hreinsaður og Skógarhringurinn var líka tekinn, gríðalegt magn var á honum og náðist ekki að klára alveg en vel reiðfært, það verður hreinsað betur á morgun.

Félagið fjárfesti í nýrri skóflu á traktorinn og tala snómokstursmenn um að það sé búið að skipta úr teskeið fyrir ausu og gengur þeim því mun betur að vinna á sköflunum, þó það gangi hægt ;-)