Sörlafélagar á fullri ferð

Keppnistímabilið er hafið 

Hjördís Antonía og Gjöf frá Brenniborg

Febrúar mánuður byrjar vel hjá Sörlafélögum. Veðrið hefur strítt hestamönnum örlítið undanfarið en það hefur ekki stoppað okkar fólk.

Í Meistaradeild ungmenna eru eftirfarandi Sörlafélagar: Bryndís Ösp Ólafsdóttir, Fanndís Helgadóttir, Helgi Freyr Haraldsson, Ingunn Rán Sigurðardóttir, Kolbrún Sif Sindradóttir, Kristján Hrafn Ingason, Sara Dís Snorradóttir, Sigríður Inga Ólafsdóttir, Sigurður Dagur Eyjólfsson, Snæfríður Ásta Jónasdóttir, Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir og Tristan Logi Lavender.
Ótrúlega gaman að sjá hversu mörg ungmenni frá Sörla eru að keppa í deildinni. Í byrjun mánaðar var keppt í fjórgangi og enduðu Kolbrún Sif Sindradóttir og Bylur frá Kirkjubæ í 7 sæti með einkunina 6.70, ótrúlega flott það. Sara Dís og Sigurður Dagur voru ekki langt frá úrslitum.

Aðra helgina í febrúar var svo fyrsta mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar. Í þeirri deild eru einnig Sörlafélagar og eru þeir eftirfarandi: Árný Sara Hinriksdóttir, Ásthildur Viktoría Sigurvinsdóttir og Elísabet Benediktsdóttir.

Þann 13. febrúar var svo fyrsta mótið í Blue Lagoon mótaröðinni sem haldin er í Spretti. Mikið var gaman að sjá hvað margir Sörlafélagar héldu í Kópavoginn með hesta sína og aðrir í stúku að hvetja sína félaga áfram.

Eftirfarandi knapar tóki þátt: Árný Sara Hinriksdóttir, Ásthildur Viktoría Sigurvinsdóttir, Bjarndís Rut Ragnarsdóttir, Elísabet Benediktsdóttir, Erla Rán Róbertsdóttir, Fanndís Helgadóttir, Helgi Freyr Haraldsson, Hjördís Antonía Andradóttir, Hrafndís Alda Jensdóttir, Jessica Ósk Lavender, Jóhanna Dýrleif Guðjónsdóttir, Kristján Hrafn Ingason, Milda Peseckaite, Sara Dís Snorradóttir, Sigurður Dagur Eyjólfsson, Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir, Sólveig Þula Óladóttir, Tristan Logi Lavender, Valdís Eva McCormack og Ögn H. Kristín Guðmundsdóttir.

Í fjórgangi V5 barnaflokki gerði Hjördís Antonía sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk á hryssunni Gjöf frá Brenniborg. Í fjórgangi V5 unglingaflokki endaði Milda Peseckaite og hryssan Eyða frá Halakoti í 6 sæti. Í fjórgangi V2 unglingaflokki voru nokkrir Sörlafélagar ekki langt frá úrslitum.

Í fjórgangi V2 ungmennaflokki gerðu þrír Sörlafélagar sér lítið fyrir og komust í úrslit. En það voru þau Tristan Logi Lavender og Fiðla frá Hjarðarholti sem enduðu í 4 sæti, Sigurður Dagur Eyjólfsson og Flinkur frá Áslandi í 5 sæti og Sara Dís Snorradóttir og Gammur frá Efri-Brúnavöllum 1 í því 6. Skammt frá úrslitum voru svo Steinunn Anna og Fanndís Helgadóttir.

Það er gaman að fylgjast með Sörlafélögum á ferð og flugi með hesta sína. Það verður gaman að fylgjast með ungu kynslóðinni í ár og virðist áhuginn ekki dvína milli ára.

Námskeiðahald og æfingar ganga einnig vel. Fyrir áramóti vor haldin nokkur helgarnámskeið og fylltist á þau öll,  voru 2 helgarnámskeið í Knapaþjálfun með Bergrúnu Ingólfsdóttur og eitt helgarnámskeið með Atla Guðmundssyni. Í desember kom Ásmundur Ernir Snorrason, eyddi sunnudegi í Hafnarfirði og tók afrekshóp Sörla í einkatíma. Mánuði síðar eða 12. janúar mætti hann aftur og fengu krakkarnir annan einkatíma. Allir í hópnum voru mjög ánægðir með tímana.  Í byrjun febrúar hélt Guðmunda Ellen Sigurðardóttir landsliðsknapi helgarnámskeið sem fylltist strax og var fólk á biðlista. Guðmunda heldur einnig sýnikennslu fyrir Afrekshóp Sörla og nemendur á reiðmennskuæfingum í dag þann 14. febrúar.

Mikið er um að vera í hestaheiminum og gaman að sjá hvað Sörlafélagar eru lærdómsþyrstir og vilja halda áfram að bæta sig og hesta sína.

Yfirþjálfara hlakkar til að sjá og heyra af Sörlafélögum á ferð og flugi.

Góða helgi,
Ásta Kara
Yfirþjálfari Sörla

Ásmundur Ernir og Siggi Dagur
Guðmunda Ellen og Heiðrún Anna