Uppfært vinnuplan á framkvæmdum á Hraunhring

Áframhaldandi vinna á reiðvegum 

Ljósblá lína sýnir kaflan sem á að taka af Hraunhring

En nú er komið nýtt vinnuplan og vonum við að það gangi eftir.

Á miðvikudaginn 10. nóv um kl 17:00 og fram heftir kvöldi verður Hraunhringurinn heflaður, á fimmtudeginum 11. nóv verður verður efnið sett í niður og hann heflaður. Föstudaginn 12. nóv verður farið í að klára Laugaveginn.

Við viljum biðja alla reiðmenn að sýna þessari vinnu þolinmæði því þetta er hagur okkar allra. Planið á milli reiðhallarinnar og hvíta tamningagerðisins verður notað undir efni og því keyrt þaðan út. Það verður því töluvert rask og mikið um vörubíla og allskyns tæki á svæðinu okkar.

Við viljum biðja knapa að fara sérstaklega varlega og vera vakandi fyrir öllum þeim hættum sem kunna að skapast. Einnig er alveg nauðsynlegt að sýna þeim sem eru að vinna fyrir okkur skilning og tillitsemi.

Við hlökkum mikið til að sjá árangur þessarar vinnu.

Reiðveganefnd
Sörla