Keppt var í síðustu viku í Cintamani fimmgangi í Vesturlandsdeildinni, okkar vösku Sörlafélagar héldu áfram að gera góða hluti.
Við áttum tvo fulltrúa í A - úrslitum, Snorri Dal í 1-2. sæti á hesti sínum Engli frá Ytri Bægisá með einkunina 7,071 og Daníel Jónsson varð í 3. sæti á hesti sínum Huginn frá Bergi með einkunina 6.667. Einnig voru þau tvö sem riðu B-úrslit, Sindri Sigurðsson á hesti sínum Kol frá Litlalandi þeir lentu í 8. sæti með einkunina 6.048 og Inga Dís Víkingsdóttir á hesti sínum Greifa frá Söðulsholti þau lentu í 10. sæti með einkuninna 5.19
Óskum við þeim innilega til hamingju.
Niðurstöður A – úrslita
1. Randi Holaker & Þyt frá Skáney 7.071
2. Snorri Dal & Engill frá Ytri-Bægisá l 7.071
3. Daníel Jónsson & Huginn frá Bergi 6.667
4. Guðmar Þór Pétursson & Engill frá Kambi 6.476
5. Benedikt Þór Kristjánsson & Snókur frá Akranesi 6.262
Niðurstöður B – úrslita
6. Eysteinn Leifsson & Draumur frá Mosfellsbæ 6.262
7. Haukur Bjarnason & Dalvar frá Dalbæ ll 6.238
8. Sindri Sigurðsson & Kolur frá Litlalandi 6.048
9. Fredrica fagerlund & Snær frá Keldudal 5.643
10. Inga Dís Víkingsdóttir & Greifi frá Söðulsholti 5.19