Viðhald og yfirferð á brunnum og lögnum í Hlíðarþúfum

Viðhald 

Á morgun þriðjudaginn 6. desember hefst viðhaldsvinna á brunnum og lögnum í Hlíðarþúfum.

Opnaðir verða allir brunnar og lögnin yfirfarin niðurfyrir Kaldárselsveg þar sem yfirfalsbrunnarnir eru. Einnig verður lögnin löguð frá þeim, þannig að ef það flæðir upp úr rörunum þá fari það undir reiðveginn og í lækinn.

Við viljum biðja knapa að sýna þolinmæði, skilning og tillitsemi og fari sérstaklega varlega og vera vakandi fyrir þeim hættum sem kunna að skapast þar sem stórar vinnuvélar eru á svæðinu.