Folaldasýning Sörla 2022 – 19.mars – takið daginn frá !

Fallegasta folaldið 

Hin árlega folaldasýning Sörla verður haldin laugardaginn 19.mars næstkomandi kl 13:00.

Keppt verður í flokki hestfolalda og merfolalda og fær folald sýningarinnar hinn eftirsótta Þjórsárbakkabikar.

Uppboð folatolla verður á sínum stað og verða boðnir upp tollar undir frábæra stóðhesta, frekar auglýst síðar.

Skráning er hafin; vinsamlegast sendið á netfangið topphross@gmail.com

                        Nafn folalds, nafn móður og föður folalds, litur, eigandi og ræktandi folalds

Skráningargjald er 2500 krónur, leggja inn á reikning 0545-26-3615, kt:640269-6509 og senda kvittun á topphross(hja)gmail.com með nafn folalds sem skýringu.

Undanfarin ár hafa komið fram folöld á þessari sýningu sem farið hafa í háa dóma og verður spennandi að sjá folöldin þetta árið.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Kynbótanefndin.

Viðburðarupplýsingar

Tegund: syningar
Upphafstími: 2022-03-19 13:00:00
Endatími: 2022-03-19 00:00:00
Vettvangur: sorlastadir