Skráning stendur yfir á folaldasýningu Sörla sem verður haldin laugardaginn 19. mars næstkomandi kl 13:00 skráningu líkur fimmtudaginn 17. mars
Boðnir verða upp tollar undir frábæra stóðhesta en m.a. verða boðnir upp tollar undir glæsigæðingana Sólfaxa frá Herríðarhóli og Hersi frá Húsavík.
Sólfaxi frá Herríðarhóli er undan Óskasteini frá Íbishóli og Hyllingu frá Herríðarhóli. Hann fór í frábæran dóm 5 vetra á Hellu, 8,69 fyrir sköpulag og 8,21 fyrir hæfileika (8,79 fyrir hæfileika án skeiðs). Hann hlaut 9,5 fyrir tölt, samstarfsvilja og hægt tölt, þá hlaut hann 9 fyrir fegurð í reið, háls/herðar/bóga, bak og lend og samræmi.
Hersir frá Húsavík er undan Vökli frá Efri-Brú og Hraunu frá Húsavík og hlaut frábæran dóm 6 vetra á Hellu, 8,82 fyrir sköpulag og 8,34 fyrir hæfileika (8,95 fyrir hæfileika án skeiðs). Hann hlaut 9,5 fyrir háls/herðar/bóga, 9 fyrir tölt, brokk, greitt stökk, hægt stökk, samstarfsvilja, fegurð í reið, samræmi og hófa.
Skráning: á netfangið topphross(hja)gmail.com
*Nafn folalds, nafn móður og föður folalds, litur, eigandi og ræktandi folalds
Skráningargjald er 2500 krónur, leggja inn á reikning 0545-26-3615, kt:640269-6509 og senda kvittun á topphross(hja)gmail.com með nafn folalds sem skýringu.
Dómarar verða reynsluboltarnir Magnús Benediktsson og Kristinn Guðnason.
Folald sýningarinnar fær Þjórsárbakkabikarinn.
Stebba verður á sínum stað með veitingasöluna.
Kv. Kynbótanefndin