Fyrirlestur með Pálmari Ragnarssyni

Fræðsla 

þriðjudaginn 6. febrúar 2024 kl. 20:00

Þriðjudaginn 6. febrúar klukkan 20:00 verður fyrirlestur á Sörlastöðum um Jákvæð samskipti með Pálmari Ragnarsyni

Húsið opnar klukkan 19:30 og boðið verður uppá léttar veitingar í hlé.

Aðgangseyrir 2500 kr fyrir fullorðna en frítt inn fyrir 21 árs og yngri.

Við viljum hvetja sem flesta til að mætta á þennan frábæra viðburð.

Pálmar Ragnarsson er þekktur fyrirlesari og hefur haldið yfir 800 fyrirlestra í 8 löndum. Hann er útskrifaðist með bs. gráðu í sálfræði og ms. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands með áherslu á samskipti á vinnustöðum. Hann skrifaði bókina "SAMSKIPTI" þar sem hann gerði stóra rannsókn á samskiptum og spurði um 13.000 manns yfir 200 spurningar um samskipti sín. Einnig starfar hann sem körfuknattleiksþjálfari þar sem hann hefur vakið mikla athygli fyrir jákvæðar aðferðir sínar í starfi með börnum og unglingum. Hann hefur haldið fjölda fyrirlestra í bæjarfélögum og skólum út um allt land og er nú loks á leið til okkar.

Smá kynning frá fyrirlestrara:
Í fyrirlestri mínum "Jákvæð samskipti" fjalla ég á skemmtilegan hátt um jákvæð samskipti og tengi þau mikið yfir á ykkar hóp. Ég tek skemmtileg dæmi sem ég tengi við áhorfendur sem fær fólk til þess að hugsa og hlæja á sama tíma. Helsti boðskapurinn er sá að við ættum hver og ein að reyna að ná því besta út úr fólkinu í kringum okkur á sama tíma og við gerum líf okkar betra og skemmtilegra. Þannig getum við myndað andrúmsloft í okkar hópum þar sem að fólki líður vel, langar að taka þátt og hópurinn þéttist og eflist.

Allir velkomnir!

Fræðslunefnd

Helstu upplýsingar um viðburð:

Hvað:
Fræðsla
Hvenær:
Hvar:
Að Sörlastöðum
Hver:
Fræðslunefnd hefur umsjón með þessum viðburði.
Viðburðurinn var settur í Dagskrá þann 8. janúar 2024