Grímuleikar Sörla 2022

Nú fara allir í búning 

laugardaginn 19. febrúar 2022 kl. 13:00

Grímuleikar verða haldnir laugardaginn 19. febrúar kl 13:00 á Sörlastöðum.

Skráning á: aeskulydsnefnd@sorli.is fyrir miðnætti miðvikudaginn 16. febrúar, þar sem fram þarf að koma: Nafn knapa og aldur, nafn hests og uppruni og gervi knapans. Þátttökugjald er 1500kr en frítt er fyrir polla.

Það verður frjálst að ríða á brokki eða tölti, veitt eru verðlaun fyrir efstu 5 sætin og flottasta búninginn í barna, unglinga og 18 ára og eldri. Allir pollar fá verðlaun fyrir þátttöku.

Grímuleikarnir eru inni í reiðhöllinni.

Raðað verður í holl og ráslistar birtur á heimasíðu félagsins, náist ekki næf þátttaka áskilum við okkur rétt til að sameina flokka.

Í boði verða eftirfarandi flokkar:
Pollar teymdir
Pollar ríðandi
Börn minna vanir 10-13 ára
Börn meira vanir 10-13 ár
Unglingar minna vanir14-17 ára
Unglingar meira vanir 14-17 ára
Flokkur 18 ára og eldri

Stebba okkar verður með Stebbukaffið opið á Sörlastöðum

Æskulýðsnefnd Sörla

Helstu upplýsingar um viðburð:

Hvað:
Skemmtun
Hvenær:
Hvar:
Að Sörlastöðum
Hver:
Æskulýðsnefnd hefur umsjón með þessum viðburði.
Viðburðurinn var settur í Dagskrá þann 1. nóvember 2023