Tilgangur og hlutverk Æskulýðsnefndar
Æskulýðsnefnd hefur yfirumsjón með öllu barna-, unglinga- og ungmennastarfi, sér um fræðslu í hestamennsku og skipuleggur markvissa útreiðatúra.
Nefndin stuðlar einnig að því að taka þátt í sameiginlegum mótum og skemmtunum æskulýðsnefnda og stendur fyrir skemmtunum fyrir börn og unglinga á borð við jólaball og aðra viðburði.
Nefndin starfar í góðu samráði við foreldraráð.
Æskulýðsnefnd fyrir starfsárið 2023-2024
Formaður | Andri Davíð Pétursson | 866 1363 | aeskulydsnefnd@sorli.is | |
Ritari | Ásrún Eva Harðardóttir | |||
Gjaldkeri | Ísak Gunnarsson | |||
Björn Páll Fálki Valsson | ||||
Stefanie Anke Gregersen | ||||
Svanbjörg Vilbergsdóttir | ||||
Valgerður Hjálmarsóttir |
aeskulydsnefnd@sorli.is
Starfslýsing fyrir Æskulýðsnefnd
Samþykkt á aðalfundi 2019
Æskulýðsnefnd skal skipuð a.m.k. sjö félagsmönnum, fjórum fullorðum og þremur úr hópi æskunnar. Formaður er kosinn á aðalfundi. Á fyrsta fundi skal nefndin kjósa sér ritara og gjaldkera úr hópi fullorðinna.
Nefndinni er ætlað það verkefni að hafa yfirumsjón með öllu barna-, unglinga- og ungmennastarfi. Æskilegt er að skipuleggja það tímanlega, miða ber við hálfan til einn mánuð eftir aðalfund.
Af einstökum verkefnum skulu þessi talin:
Sjá um fræðslu í hestamennsku fyrir börn yngri en 18 ára, t.d. með námskeiðum, sem byggð eru upp í lengri tíma fyrir vana og byrjendur, og með fræðslufundum um ýmis málefni tengd hestinum, skal það gert í samvinnu með Fræðslunefnd og framkvæmdastjóra.
Fara í markvissa útreiðatúra og heimsækja önnur félög.
Stuðla að því að taka þátt í sameiginlegum mótum í samráði við mótanefnd.
Stuðla að þátttöku í skemmtunum æskulýðsnefnda.
Ferðalag, dagsferð eða með gistingu.
Æskulýðsdagur í formi léttrar keppni.
Nefndin skal stefna að því að afla fjár til starfsemi sinnar, t.d. með jólaballi, flugeldasölu eða annarri fjáröflun. Að því skal stefnt að þær tekjur, sem nefndin aflar sjálf, skuli vera henni til ráðstöfunar.
Nefndarmenn skulu ávallt nota netfang nefndarinnar í tölvupóstsamskiptum við aðra um málefni nefndarinnar.
Í upphafi starfsárs gerir nefndin rekstraráætlun og sendi stjórn félagsins til samþykktar.
Gjaldkeri í samráði við framkvæmdastjóra skal fara með fjármál nefndarinnar í samræmi við lög og góða reikningsskilavenju. Löglegir reikningar skulu fylgja öllum greiðslum.
Uppgjör nefndarinnar og endurgreiðslur til einstakra aðila skulu fara fram eigi síðar en einni viku eftir viðburð og afhendast framkvæmdastjóra Sörla. Með uppgjörum og endurgreiðslum skulu fylgja reikningar fyrir öllum útlögðum kostnaði.
Fundargerð skal rituð á hverjum fundi og lesin á næsta fundi.
Nefndin skal hafa skilað endanlegu reikningshaldi til framkvæmdastjóra félagsins einum mánuði fyrir aðalfund.
Skila skal skýrslu nefndarinnar fyrir starfsárið, viku fyrir auglýstan aðalfund. Skýrslunni skal einnig skilað til æskulýðsnefndar Landssambands hestamanna og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH).
Að öðru leiti fer starfslýsing nefndarinnar eftir lögum félagsins.