Æskulýðsráð

Ungt og leikur sér 

Tilgangur og hlutverk

Æskulýðsráð skal skipað a.m.k. 5 – 7 börnum, unglingum og ungmennum á aldrinum 12-21 árs. Leitast skal við að hafa sem breiðast aldursbil innan ráðsins. Ráðið kýs sér ritara. Æskulýðsráði er ætlað að aðstoða æskulýðsnefnd, koma með hugmyndir að viðburðum, skipulagi þeirra og fjáröflun sem ráðið og æskulýðsnefnd skipuleggja í samráði. Æskulýðsráð og æskulýðsnefnd skulu í upphafi starfsárs halda sameiginlegan fund og a.m.k. einn fund þar að auki á hverju starfsári. Fundargerð skal rituð á hverjum fundi og lesin á næsta fundi. Umsóknir í æskulýðsráð skal senda á aeskulydsnefnd@sorla.is þar sem fram kemur fullt nafn, aldur og símanúmer viðkomanda ásamt netföngum og símanúmerum foreldra/forráðamanna.

Æskulýðsráð starfar á vegum Æskulýðsnefndar.

Æskulýðsráð  fyrir starfsárið 2023-2024

Ágúst Einar Ragnarsson
Emelía Sara Ásgeirsdóttir
Helga Katrín Grímsdóttir
Lárey Yrja Brynjarsdóttir
Magnús Bjarni Víðisson
Snæfríður Jónasdóttir
Steinunn Gunnlaugsdóttir