Nýhestamót Sörla

Á Hraunhamarsvelli 

þriðjudaginn 8. apríl 2025 kl. 19:00

Nýhestamót Sörla – Hátíð ungra og/eða efnilegra hesta!

- Hvenær? Þriðjudaginn 8. apríl kl. 19:00
- Hvar? Hraunhamarsvöllur – mætingarstaður allra hestaunnenda!

Það er loksins komið að Nýhestamóti Sörla, þar sem ferskir og óreyndir keppnishestar stíga á svið og sýna hvað í þeim býr! Mótið er tilvalið tækifæri fyrir þá sem vilja kynna til leiks unga hesta sem ekki hafa áður unnið til verðlauna. En að sjálfsögð má mæta með gömlu klárana svo framarlega að þeir hafi aldrei unnið til verðlauna áður.

Reglur mótsins
Hesturinn má ekki hafa unnið til verðlauna árið 2024 eða fyrr, hvorki í Sörla né annars staðar.
- Aðeins Sörlafélagar mega keppa.
- Hesturinn verður að vera í eigu Sörlafélaga.

Skráning
Skráning fer fram í dómpalli sama dag (8. apríl) á milli kl. 17:00–18:00.
ATH! Nauðsynlegt er að skila inn eftirfarandi upplýsingum við skráningu:
- IS-númer hests
- Nafn eiganda
- Nafn knapa
- Kennitala knapa

Rétt skráning = Ekkert ves!
Flokkar í boði:
- 21 árs og yngri
- Konur
- Karlar

Skráningagjald: 3.000 kr. greitt við skráningu.
- úps - engin greiðsla engin keppni

Keppnisfyrirkomulag
Keppnin fer fram í tölti á beinni braut, þar sem allir keppendur í sama flokki eru á vellinum samtímis og ríða einn á eftir öðrum til dóms. Farnar fjórar ferðir
- Fyrsta og þriðja ferð - hægt tölt
- Önnur og fjórða ferð - frjálsri ferð á tölti (fegurðartölti)
......... allt samkvæmt fyrirmælum þular.

Ef færri en 21 keppandi er í flokki, verður aðeins raðað 5 efstu í sæti.
Ef 21 eða fleiri keppendur skrá sig í flokk, verður fyrst valið í úrslit (10 efstu) og síðan raðað 5 efstu eftir

Komdu og njóttu skemmtilegs móts þar sem ungu hestarnir fá tækifæri til að skína!
Við lofum góðu andrúmslofti, spennandi sýningum og mikilli hestagleði!

Með hestakveðju,
Mótanefndin

Helstu upplýsingar um viðburð:

Hvað:
Hestamannamót
Hvenær:
Hvar:
Hraunhamarsvellinum og Að Sörlastöðum
Hver:
Mótanefnd hefur umsjón með þessum viðburði.
Viðburðurinn var settur í Dagskrá þann 6. september 2024