Móta- og Vallanefnd

Varastu kapp þó vinna megir 

Tilgangur og hlutverk Móta- og vallanefndar

Móta- og vallanefnd eða Mótanefnd einsog við köllum hana dagsdaglega sér um framkvæmd móta sem fara fram í Sörla að undanskildum firmakeppnum og hvetur félagsmenn til þátttöku á Íslandsmótum og Landsmótum.

Mótamál og reglur

Reglur Vetrarmótaraðar Hestamannafélagsins Sörla vorið 2022

Móta- og Vallanefnd  fyrir starfsárið 2023-2024

Formaður Aníta Rós Róbertsdóttir 777 3426
Ingunn Sigurðardóttir
Svandís Magnúsdóttir
Jóhanna Ólafsdóttir
Sigurður Ævarsson

Starfslýsing fyrir Móta- og Vallanefnd

Samþykkt á aðalfundi 2019

 1. Móta- og vallanefnd skal skipuð a.m.k. sjö félagsmönnum og er formaður er kosinn á aðalfundi. Á fyrsta fundi skal nefndin kjósa sér ritara og gjaldkera.

  Nefndin skal gera kostnaðar- og tekjuáætlun strax í byrjun starfsárs og skal hún þá þegar borin undir stjórn. Jafnframt skal hún gera mótaskrá, sem skila þarf til framkvæmdastjóra eigi síðar en lok október.

 2. Nefndin skal vera með stjórn og/eða framkvæmdastjóra í umboði hennar í ákvarðanatöku um uppbyggingu og viðhald valla og umgjörð þeirra. Uppbyggingar- og viðhaldskostnaður, samþykktur af stjórn, skal greiddur úr félagssjóði.

 3. Gjaldkeri í samráði við framkvæmdastjóra skal fara með fjármál nefndarinnar í samræmi við lög og góða reikningsskilavenju. Löglegir reikningar skulu fylgja öllum greiðslum.

 4. Nefndin ber ábyrgð á auglýsingum á viðburðum og öðru tengdu efni varðandi nefndarstarfi. Nefndin skal skila fréttum og öðru efni til framkvæmdastjóra fyrir Sörlavefinn.

 5. Nefndarmenn skulu ávallt nota netfang nefndarinnar í tölvupóstsamskiptum við aðra um málefni nefndarinnar.

 6. Allar skráningar á mót skulu fara í gegnum Sportfeng.

 7. Fulltrúi stjórnar eða hlutlaus aðili skal vera viðstaddur við röðun í ráslista fyrir mót.

 8. Nefndin skal afla tekna með mótagjöldum sem og styrkjum. Stuðla skal að tekjuafgangi.

 9. Fjárhagslegt uppgjör og endurgreiðslur til einstakra aðila skulu fara fram strax að loknu hverju móti og skila til framkvæmdastjóra félagsins eigi síðar en viku eftir atburð. Með uppgjöri skal fylgja skráning keppenda og reikningar fyrir öllum útlögðum kostnaði.

 10. Nefndin skal sjá um framkvæmd móta og vinna eftir lögum og reglum LH, að undanskildum firmakeppnum.

 11. Nefndin skal hvetja félagsmenn til þátttöku á öll mót sem haldin eru á vegum félagsins ásamt Íslandsmóti fyrir hönd Sörla með sérstaka áherslu á börn, unglinga og ungmenni.

 12. Halda ber og varðveita skrár yfir úrslit löglegra móta.

 13. Fundargerð skal rituð á hverjum fundi og lesin á næsta fundi.

 14. Nefndin skal hafa skilað endanlegu reikningshaldi til framkvæmdastjóra félagsins að minnsta kosti einum mánuði fyrir aðalfund.

 15. Skila skal skýrslu nefndarinnar fyrir starfsárið, viku fyrir auglýstan aðalfund.

Að öðru leiti fer starfslýsing nefndarinnar eftir lögum félagsins.