Lávarðadeild

Í logni eru allir synir formenn 

Tilgangur og hlutverk Lávarðadeildar

Lávarðadeildin samanstendur af fyrrverandi formönnum hestamannafélagsins Sörla. Stjórn félagsins getur leitað til lávarðadeildarinnar með málefni sem hún telur henta, t.d. siðamál, fjár- og eignamál og ágreiningsmál.

Einnig getur deildin átt frumkvæði að tillögugerð til stjórnar.

Lávarðadeild  fyrir starfsárið 2022-2023

Deildarforseti Hilmar Sigurðsson 863 1311
Ritari Birgir Sigurjónsson 863 1889

Starfslýsing fyrir Lávarðadeild

Samþykkt á aðalfundi 2019

  1. Samanber 18. gr. í lögum Hestamannafélagsins Sörla.

  2. Lávarðadeild skipa allir fyrrverandi formenn félagsins, enda séu þeir enn félagar.

  3. Deildin komi saman minnst einu sinni á ári. Hún skiptir með sér verkum og kýs sér formann og ritara til eins árs í senn. Formaður boðar til funda.

  4. Stjórn félagsins getur leitað til lávarðadeildarinnar með málefni sem hún telur henta, t.d. siðamál, fjár- og eignamál og ágreiningsmál. Einnig getur deildin átt frumkvæði að tillögugerð til stjórnar.

Að öðru leiti fer starfslýsing nefndarinnar eftir lögum félagsins.