Opið hús í félagshesthúsi Sörla á miðvikudaginn næsta

Láttu sjá þig 

Félagshesthús Hestamannafélagsins Sörla
Ætlar þú að mæta?

Næstkomandi miðvikudag 28. september verður opið hús í Félagshesthúsi Sörla kl 15:00-18:00.
Þar gefst öllum tækifæri til að koma og kynna sér starfið í Félagshesthúsi Sörla og félagsins.
Félagshús Sörla er við Sörlaskeið 24, 221 Hafnarfiði.

Allir sem koma geta komið og umgengist hestana, klappað þeim, kembt þeim og prufað að fara á hestbak undir handleiðslu leiðbeinenda.

Hestamannafélagið Sörli tekur þátt í Íþróttaviku Evrópu 2022

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin dagana 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum þar sem Evrópubúar sameinast undir slagorðinu #BeActive. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi.

Nánari upplýsingar er að finna á vef BeActive á Íslandi

Beactive á Íslandi er líka á Facebook

BeActive Hafnarfjörður 2022 | Facebook

Viðburðarupplýsingar

Tegund: hesthusarolt, annad
Upphafstími: 2022-09-28 15:00:00
Endatími: 2022-09-28 18:00:00
Vettvangur: sorlastadir