Polla, barna og unglinga árs- og uppskeruhátíð 2025 - Fjölskylduhátíð

Skemmtun 

fimmtudaginn 13. nóvember 2025

Verður haldin fimmtudaginn 13. nóvember n.k. á Sörlastöðum.

Húsið opnar 18:30 og dagskrá hefst kl 19:00.

Verðlaunaafhending til stigahæstu knapa í barna og unglingaflokki, þeirra sem hafa klárað knapamerkjastig og allir pollar fá viðurkenningu.
Tónlistarmaðurinn Daniil treður upp, spurningakviss og fleira skemmtilegt.
Matur - grænkerar láta vita þegar þeir panta.
Skemmtiatriði, leikir ofl - Hátíðinni líkur kl 22:00

Snyrtilegur klæðnaður og góða skapið.

Panta þarf á sorli@sorli.is fyrir miðnætti 10. nóvember.

Fjölmennum og gleðjumst saman.

Aðgangur ókeypis.