Skírdagskaffi

Gómsætar rækjurúllutertur og hnallþórur 

fimmtudaginn 28. mars 2024 kl. 14:00

Okkar árlega skírdagskaffi verður fimmtudaginn 28. mars á Sörlastöðum.

Hróður þessarar veislu hefur borist víða og stöðugt fleiri gestir mæta og gæða sér á kræsingum.

Við hvetjum alla til að koma og gleðjast með okkur Sörlafélögum.

Húsið opnar kl. 14:00 og Sörlafélagar ríða á móti gestum að vanda.

Allir velkomnir
Skemmtinefnd

Helstu upplýsingar um viðburð:

Hvað:
Skemmtun
Hvenær:
Hvar:
Að Sörlastöðum og Reiðhöll
Hver:
Skemmtinefnd hefur umsjón með þessum viðburði.
Viðburðurinn var settur í Dagskrá þann 1. nóvember 2023