Þorrablót Sörla verður laugardaginn 24. janúar nk. í nýjum veislusal okkar á Sörlastöðum.
Við hvetjum alla Sörlafélaga eldri en 18 ára að fjölmenna á þorrablót. Bjóða vinum og láta einnig spyrjast til eldri félaga.
Í ár ætlum við að vera með HATTA-þema. Það verður gaman sjá hvað margir mæta með hatt.
Nánar auglýst síðar.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Skemmtinefnd Sörla