Vetrarleikar 1 - Sjóvá mótaröðin - Verða í dag sunnudag

Á Hraunhamarsvelli 

sunnudaginn 29. janúar 2023 kl. 13:00

Fyrstu vetrarleikarnir í Sjóvá mótaröðinni verða í dag sunnudaginn 29. janúar.

Hefjast þeir stundvíslega kl 13:00 á Hraunhamarsvellinum.

Skráning í dag á milli kl 10:30 - 12:00 í dómpalli.

Stebbukaffi verður opið á leikunum og einnig verður útvarpað frá leikunum á rás 106,1

Skráningargjald er 3000 kr í allar flokka nema í Pollaflokk er ekkert skráningagjald.

ATH. Pollar sem eru á síðasta aldursári í pollaflokk, mega spreyta sig í barnaflokki.

Dagskráin vetrarleikana er sú sama á keppnisflokkunum hér að neðan.

Keppnisflokkar:

 • 100m Skeið - er opið

 • Pollaflokkur - skráning á motanefnd@sorli.is

 • Barnaflokkur minna vanir - T7 Barnaflokkur

 • Barnaflokkur meira vanir - T1 Barnaflokkur

 • Unglingaflokkur minna vanir - T7 Unglingaflokkur

 • Unglingaflokkur meira vanir- T1 Unglingaflokkur

 • Ungmennaflokkur - T1 Ungmennaflokkur

 • Byrjendaflokkur fullorðinna - T7 3. flokkur 

 • Karlar 2 - T1 2. flokkur

 • Konur 2 - T1 2. flokkur

 • Konur 1 - T1 1. flokkur

 • Karlar 1 - T1 1. flokkur 

 • Heldri menn & konur (55+) - T7 meistaraflokkur

 • Opinn flokkur- T1 meistaraflokkur

Mótið er ætlað skuldlaustum félagsmönnum í Hestamannafélaginu Sörla. Hver keppandi má aðeins skrá í einn flokk og sama flokk fyrir alla mótaröðina.

Á fyrstu tveimur mótunum má aðeins keppa með einn hest en á þriðja mótinu má skrá fleiri en einn hest. Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður flokka eða sameina flokka ef svo ber undir vegna meðal annars dræmrar þátttöku.

Séu 20 eða færri keppendur skráðir í flokk skipar dómari 5 efstu hesta í sæti. Séu keppendur 21 eða fleiri skráðir í flokk velur dómari 10 efstu hesta sem ríða úrslit. Að þeim loknum velur dómari 5 efstu hesta í sæti.

Vetrarleikar Sörla er þriggja móta röð þar sem verðlaunað er fyrir hvert mót, keppendur safna stigum.

Á mótaröðinni keppir knapi til stiga. Aðeins er hægt að safna stigum í einum flokki.

Stigasöfnunin er eftirfarandi:

 • Fyrsta sæti 10 stig

 • Annað sæti 8 stig

 • Þriðja sæti 6 stig

 • Fjórða sæti 5 stig

 • Fimmta sæti 4 stig

 • Sjötta til tíunda sæti 3 stig

 • Að mæta í braut 1 stig

 
Ekki er keppt til stiga í pollaflokk. Ahugið aðeins Sörlafélagar safna stigum á mótaröðinni.

Allar athugasemdir og kvartanir vegna einhvers sem varðar fyrirkomulag mótsins eða annað tengt mótinu skulu berast á netfangið motanefnd@sorli.is

Á mótaröðinni er keppt í tölti á beinni braut. Allir keppendur í sama flokki eru saman á vellinum. Þeir ríða hver á eftir öðrum til dóms eftir útgefinni rásröð. Keppt er annars vegar í hægu tölti og hins vegar frjálsri ferð á tölti eftir fyrirmælum þular. Pollar og börn ríða á hringvelli.  Auk þessa er keppt í 100 m. skeiði. Riðnir eru tveir sprettir og gildir betri tíminn úr öðrum hvorum sprettinum. Sjá nánar reglur mótaraðarinnar hér.

Mótanefnd hvetur keppendur að nýta vetrarmótaröðina til að fara út fyrir þægindarammann og leggja metnað í hvaða flokk það skráir sig. Það hefur ekkert fordæmi fyrir því hvaða flokka fólk skráir sig í á stærri mótum. Hér má sjá hvernig flokkarnir eru skráðir í sportfeng og nánari lýsing á þeim.

Tölt T1- Opinn flokkur-Meistaraflokkur. Mikið keppnisvant fólk, bæði atvinnumenn og áhugamenn. Kynjablandaður flokkur. Fólk sem mjög virkt í keppni og hefur áralanga reynslu í keppni.

Tölt T1- Opinn flokkur - 1 flokkur. Keppnisvanir knapar, bæði konur og karlar skrá sig hér en flokkurinn er kynjaskiptur í keppni. Fólk sem hefur verið að keppa sem áhugamenn og eru komnir með reynslu í einhverjum keppnisgreinum.

Tölt T1- Opinn flokkur - 2 flokkur. Minna vanir knapar, bæði konur og karlar skrá sig hér en flokkur er kynjaskiptur í keppni. Fólk sem hefur lítið keppt eða er að byrja aftur að keppa eftir langt hlé.

Tölt T1- Opinn flokkur Flokkur 55+ heldri menn og konur. Kynjablandaður flokkur fyrir knapa sem eru 55 á árinu eða eldri.

Tölt T1 – opinn flokkur-3 flokkur Byrjendaflokkur. Kynjablandaður flokkur fyrir knapa sem hafa aldrei keppt en langar að spreyta sig.

Pollaflokkur. Knapar 9 ára eða yngri á árinu.

Barnaflokkur og Barnaflokkur minna vanir = Knapar 10 - 13 ára á árinu

Unglingaflokkur og Unglingaflokkur minna vanir = Knapar 14 - 17 ára á árinu

Ungmennaflokkur = Knapar frá 18 - 21 ára á árinu