Vetrarleikar 3 - Sjóvá mótaröðin

Á Hraunhamarsvelli 

fimmtudaginn 24. apríl 2025 kl. 00:00

Við hefjum leikana fimmtudaginn 24. apríl (forkeppni) - sumardagurinn fyrsti og ljúkum þeim laugardaginn 26.apríl (úrslit).

Vetrarleikar 3 er hefðbundið þrígangsmót. Einn knapi er í braut í einu. Sýna skal fjórar ferðir og þrjár gangtegundir, sýna má fjórar gangtegundir ef sýnandi vill en þrjár bestu gilda.

Skráning verður líkt og á fyrri mótum á þessu ári í gegnum google https://forms.gle/L8QLQFQ4zUDkoWXs9

Skráningargjald er 3000 kr í allar flokka nema í Pollaflokk er ekkert skráningagjald.

Í lok móts er tilefni til að fjölmenna allir á lokahóf Sjóvármótaraðarinnar og fylgjast með verðlaunaafhendingu.

Mótið er ætlað skuldlausum félagsmönnum í Hestamannafélaginu Sörla.

Hver keppandi má aðeins skrá í einn flokk og sama flokk fyrir alla mótaröðina.

Á þessum móti má skrá fleiri en einn hest. Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður flokka eða sameina flokka ef svo ber undir vegna meðal annars dræmrar þátttöku.

Séu 20 eða færri keppendur skráðir í flokk skipar dómari 5 efstu hesta í sæti. Séu keppendur 21 eða fleiri skráðir í flokk velur dómari 10 efstu hesta sem ríða úrslit. Að þeim loknum velur dómari 5 efstu hesta í sæti.

Vetrarleikar Sörla er þriggja móta röð þar sem verðlaunað er fyrir hvert mót, keppendur safna stigum.

Allar athugasemdir og kvartanir vegna einhvers sem varðar fyrirkomulag mótsins eða annað tengt mótinu skulu berast á netfangið motanefnd@sorli.is

Helstu upplýsingar um viðburð:

Hvað:
Hestamannamót
Hvenær:
Hvar:
Að Sörlastöðum
Hver:
Mótanefnd hefur umsjón með þessum viðburði.
Viðburðurinn var settur í Dagskrá þann 6. september 2024