Vígsla reiðhallar Sörla

 

miðvikudaginn 4. júní 2025 kl. 17:00

Ný og glæsileg reiðhöll Sörla verður vígð miðvikudaginn 4.júní. Haldin verður stutt en formleg dagskrá þar sem fram koma nokkrir Sörlafélagar. Stefán Már Gunnlaugsson prestur og Sörlafélagi mun blessa mannvirkið. Eykt mun afhenda Hafnarfjarðarbæ húsið og í kjölfarið afhendir bæjarstjóri Hafnarfjarðar formanni Sörla hina stórglæsilegu reiðhöll til afnota fyrir Sörlafélaga.

Vígslan hefst kl 17:00. Opið hús til 19:00.

Léttar veitingar.

Allir velkomnir.

Áfram Sörli

Helstu upplýsingar um viðburð:

Hvað:
Mannfagnaður
Hvenær:
Hvar:
Að Sörlastöðum
Hver:
Stjórn Sörla og Framkvæmdastjóri hafa umsjón með þessum viðburði.
Viðburðurinn var settur í Dagskrá þann 2. júní 2025