2021-02 Stjórnarfundur Sörla

Stjórnarfundur 

Stjórnarmenn ræddu um undirbúning og fyrirkomulag árs-/uppskeruhátíðar næstkomandi laugardag 6. nóvember 2021. Með tilliti til aukinna Covid smita í samfélaginu síðustu daga, telur stjórn og framkvæmdarstjóri ástæðu til að setja það skilyrði að árshátiðargestir framvísi neikvæðu Rabit prófi við komuna á árshátíðina. Verður tilkynning þess efnis send út og árshátíðargestum leiðbeint um skráningu í hraðpróf.

Rætt um undirbúning fyrir árs-/uppskeruhátíð barna og unglinga sem verður föstudaginn 5. nóvember nk. Stjórnarmenn skipta með sér verkum vegna hátíðarinnar.

Á fundinn kom Darri Gunnarsson og fór yfir niðurstöður valnefndar um val á íþróttafólki Sörla. Darri kynnti tillögur valnefndar. Stjórn ræddi tillögur valnefndar og samþykkti þær einróma.

Einnig rætt og ákveðið hver fái verðlaun sem efnilegasta ungmennið.

Rætt var um formannafund LH en þrír stjórnarmenn sátu fundinn sem fram fór laugardaginn 30. október 2021. Á fundinum var rætt um styrk LH til Sörla vegna Íslandsmóts barna og unglinga sem fram fór í júlí 2021. Formaður LH lýsti því yfir að honum þætti eðlilegt að félag sem héldi Íslandsmót barna og unglinga hlyti styrk líkt og félag sem héldi Íslandsmót fullorðinna og í raun þess þá heldur. Þá kom fram á formannafundinum að bókað yrði í fundargerð að LH styrkti Sörla kr. 800.000 sem er sama fjárhæð og Skagfirðingur fékk að styrk vegna Íslandsmóts fullorðinna. Fékk beiðni fundarmanns um framangreinda bókun í fundargerð mikið lófatak fundargesta. Að mati stjórnar er því eðlilegt að ítreka styrktarbeiðni til LH.

Formaður fór yfir frágang á kaupum og greiðslu á Sörlaskeiði 24 sem nú er félagshús Sörla.

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 21:45.