2021-03 Stjórnarfundur Sörla

Stjórnarfundur 

1.       Reiðhallarmál – staða hönnun og fjárhagsáætlun

Rætt um stöðuna á hönnunarmálum reiðhallarinnar sem er á lokametrunum.Farið yfir fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar 2022 en enn sem komið er hafa fjármunir ekki verið eyrnamerktir öllum áætluðum verkefnum en gert ráð fyrir 500mkr. í nýfræmkvæmdir vegna íþróttamannvirki sem er til ráðstövunar eftir forgangsröð ÍBH.

 

2.       Félagshesthús – staða kaupa

Formaður fer yfir stöðuna. Kaupin hafa ekki endanlega gengið í gegn en sér fyrir endann á því. Unnið í málinu af hálfu seljanda, Íshesta. Fjármögnun klár. Félagið fjármagnar kaupin fram yfir áramótin 2022 þar til fjárveiting fæst frá Hafnafjarðarbæ.

 

3.       Starfið í vetur – listi stjórnarmanna vegna umsjónarverka (gæluverkefni) Farið yfir hann sbr. síðasta fund.

Þessum lið var frestað til umræðu á næsta stjórnarfundi í janúar 2022.

 

4.       Styrkur frá L.H vegna Íslandsmóts barna- og unglinga 2021

Fyrir liggur að skv. upplýsingum frá formanni L.H., hefur stjórn L.H. samþykkt að veita styrk vegna mótsins. Frkvst. Kannar í fundargerðum hversu hár styrkur var veittur.

 

5.       Frá framkvæmdastjóra:

a)       Námskeið – vorönn

Áætlað er að halda áfram með reiðmennskuæfingar fyrir börn, unglinga og fullorðna á vorönn. Þá verða áfram kennd knapamerki 5 á vorönn og knapamerki 1 verður í framhaldinu. Námskeið á vegum Fræðslunefndar hefjast á þriðjudögum strax í janúar og Kvennatöltsæfingar byrja í febrúar og verða annað hvert föstudagskvöld.

 

b)      Reiðvegamál

Framkvæmdum á reiðvegum í nærumhverfinu er lokið. En áætlað er að halda áfram og  bæta í gamla Kaldárselsveginn með efninu fyrir neðan Hlíðarþlúfur á næstunni.

 

c)       Skötuveisla

Stefnum á að halda skötuveislu að Sörlastöðum laugardaginn 18. desember nk. í hádeginu. Rætt um skipulag í samræmi við sóttvarnarreglur.

 

d)      Félagshús – starfsemi og skipulag – leigusamningur o.fl.

Rætt um skipulag og starfsemi í félagshúsinu sem og samstarf við leigjendur.

 

e)      Battar í reiðhöll – viðgerðir

Framkvæmdarstjóri fór yfir viðgerðir sem þarf að fara í á böttum í reiðhöll. Óskað hefur verið eftir tilboði í efnið og að skynsamlegast væri að fara í þetta milli jóla og nýjars þegar lítið er um að vera í reiðhöllinni.  Þarf að fá sjálfboðaliða til að koma og aðstoða við verkefnið. Ef ekki fæst fólk til að skuldbinda sig til þessarar vinnu er eðlilegast að fresta henni fram í janúar og þá þarf að loka höllinni yfir helgi.

 

f)        Nýtt gerði

Framkvæmdarstjóri kveðst hafa fengið framkvæmdarleyfi fyrir nýju gerði sem verður staðsett á lóðinni við Sörlaskeið 13b. Búið er að mæla fyrir gerðinu.

 

g)       Sala á jökkum og Sörlavörum

Framkvæmdarstjóri upplýsir að enn hafi ekki tekist að fá jakka í sölu. Lítil til af jökkum á lager hjá Zo-on og svör hafa ekki borist frá öðrum. Þá er ekki hægt að ábyrgjast að prjónavörur verði tilbúnar til afhendingar fyrir jól en væri mögulegt að fá gjafabréf fyrir vörum. Vöruskorti vegna COVID-19 að kenna.

 

h)      Skógræktarreitur – staðan.

Framkvæmdarstjóri upplýsir að búið er að gera samning við skógræktarfélagið og greiða árgjaldið. Búið að afmarka sérstakt svæði fyrir Sörla. Rætt um framtíðaráætlun varðandi reitinn. Ákveðið að halda samkeppni meðal félagsmanna um heiti á skógræktarreit Sörla. Verður tekið upp aftur í vor.

 

6.       Önnur mál.

Fjallað um mönnun í mótanefnd og fleira.

Framkvæmdarstjóri fór yfir beiðni frá félagsmönnum um að fá afnot af höllinni vegna endurmenntunar þann 17. desember nk. fyrir hádegi. Samþykkt af öllum stjórnarmönnum að leigja viðkomandi höllina þennan tíma gegn sanngjörnu gjaldi enda almennt lítil afnot af höllinni á þessum tíma.

 

 

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 21:30.