2021-04 Stjórnarfundur Sörla

 

Kaup á Traktor

Lagt fyrir fund að samþykkja kaup á nýjum traktor fyrir félagið og setja þann gamla í söluferli. Var það samþykkt einróma.

Aðalfundur haust 2021

Lagt til af stjórn að aðalfundur félagsins skuli verða haldin 21 sept nk. Hefja undirbúning á að taka stöðu félagsmanna í setu til stjórnar og nefndum félagsins.

Reiðhöll

Staða á nýju reiðhöll félagsins er í góðum farvegi, verið að leggja lokahönd á frágang hönnunar. Sú breyting er á hönnun að félagshús er ekki lengur inni í reiðhöllinni, áfanga 2, heldur er samþykkt sú tillaga stjórnar Sörla, að undangengnum viðræðum við Íshesta, að festa kaup á núverandi Félagshúsi, sem er í eigu Íshesta. Við þetta verður til rými sem verður látið vera óhannað, en mun geta nýst fyrir aðra starfsemi.

Félagshús Sörla

Starfsemin hefur verið auglýst á vef félagsins og miðlum. Frekari auglýsingar á döfinni. Fyrirhuguð eru kaup á hesthúsi Íshesta hjá Hafnarfjarðabæ sem Sörli mun svo fá til afnota undir félagshús. Stefnt á að málið hljóti formlegt samþykki á næsta fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, en áður hefur bæjarráð samþykkt verkefnið. Viðræður Sörla og Íshesta undanfarið og viðræður við fulltrúa bæjaryfirvalda hafa leitt til þessarar niðurstöðu og þar með breytingu á hönnun nýrrar reiðhallar. Mun félagshús ekki lengur vera inni í nýju höllinni. Afar jákvæðar fréttir að mati stjórnar.

Mál frá framkvæmdastjóra

  1. Beitarhólf langt komið með að girða helming svæðisins fyrirhugað að því ljúki í næstu viku.
  2. Nora skráningarkerfið verður lagt niður og í stað þess notast við appið Sportabler
  3. Búið að ganga frá ráðningu tveggja starfsmanna sem sjá um félagshús á komandi tímabili. Félagshús mun hefja starfsemi sína 6 september nk.
  4. Varðandi fyrirhugaðar lagfæringar á enda skeiðbrautar sem stóð til að fara í þá stoppaði það á því að þessi framkvæmd þarf að fara í deiluskipulag þar sem við hefðum þurft að fara inná land skógræktarinnar.  Mun stjórn taka málið áfram og fá atvinnumenn og knapa innan félagsins til að verð stjórn innan handar með ráögjöf vegna þassarar framkvæmdar.
  5. Rætt um nauðsyn þess að setja á laggirnar fjáröflunarnefnd hjá félaginu til að sækja styrki til mótahalds, verður það tekið fyrir á komandi aðalfundi félagsins hvernig framkvæmd þessarar nefndar verður háttað.
  6. Skógræktarspilda. Stjórn hefur skoðað þær spildur sem félagið getur fengið og valið landið. Samþykkt að framkvst. kanni afmörkun þess með fulltrúa skógræktarinnar. Ákveðið að hefja skógrækt og framkvæmdir næsta vor.

Önnur mál

Erindi frá félagsmanni varðandi það að bæta lýsingu á plani og við gerði á Sörlastöðum, samþykkt að fara í málið strax og senda á Hafnarfjarbæ beiðni þess efnis.

Varningur merktur Sörla. Samþykkt að hefja vinnu við keppnisjakka fyrir Sörla og bjóða áfram um á þá jakka og varning sem verið hefur.