2022-05-Stjórnarfundur Sörla

Stjórnarfundur Sörla 

1.       Sörlafélagi ársins, tilnefning LH

Rætt um tilnefningar fyrir Sörlafélaga ársins sem jafnframt yrði tilnefndur sem sjálfboðaliði hjá LH. Skila þarf tilnefningum til LH fyrir 1. mars nk. Stjórn ákveður að auglýsa eftir tilnefningum eftir Sörlafélaga ársins á heimasíðu félagsins.

2.       Reiðhallarmál staðan

Formaður fer yfir stöðu á reiðhallarmálum. Beðið er eftir fréttum af því að lokahönnun verði skilað til Hafnarfjarðar. Síðustu fréttir voru að lokahönnun yrði klár í febrúar.

3.       Drög að nýju skipulagi Gráhelluhrauni, tillögur starfshóps Haf kynntar

Stjórn kynnti sér tillögu að nýju deiluskipulagi sem unnar voru af starfshópi sem skipaður var hjá Hafnarfjarðarbæ. Stjórn fagnar framkomnum tillögum að deiluskipulagi en stjórnarmenn eru sammála um að þær breytingar sem lagðar eru til séu til bóta og tryggi betur öryggi félagsmanna og annarra vegfarenda um svæðið. Ákveðið að setja tillögur starfshópsins á vef félagsins til kynningar fyrir félagsmenn. Stjórn mun síðan skila umsögn sinni um tillögurnar til starfshópsins að fengnum athugasemdum félagsmanna.

4.       Frá framkvæmdastjóra

  • a. Félagshús – Framkvæmdarstjóri fer yfir fjölda bara sem eru í félagshúsinu og almennt yfir stöðuna þar. Enn er pláss fyrir fleiri börn og unglinga.

  • b. Hettupeysur/húfur og aðrar Sörlavörur – Framkvæmdarstjóri fer yfir merkingar með Sörla félagsmerkinu (logo) og fatnað sem verður boðið til sölu í vetur.

  • c. Námskeið – Framkvæmdarstjóri upplýsir stjórn um mikla eftirspurn eftir námskeiðum og að auglýst námskeið fyllist á mjög skömmum tíma. Enn fremur fer framkvæmdarstjóri yfir fyrirhuguð námskeið sem fræðslunefnd er að vinna að í litlu reiðhöllinni sem er í Félagshesthúsinu. Rætt um að aðstaða í hinu nýja félagshúsi nýtist vel til námskeiðahalds meðan við höfum enn bara okkar litlu höll. Munar um hvert rými sem hægt er að nota til kennslu.

  • d. Heimasíðan – Framkvæmdarstjóri fer yfir uppfærslur á heimasíðu og þær breytingar sem hafa verið gerðar á síðunni. Stjórnarmeðlimir lýsa yfir ánægju sinni með breytingar á síðunni.

  • e. Happdrætti 2022 – Ákveðið að hafa happdrætti í ár eins og fyrri ár. Stjórnarmenn þurfa að fara að safna vinningum. Einnig rætt um að fá aðra sjálfboðaliða til að aðstoða með að afla vinninga. Happdrættið eru drjúg fjáröflun fyrir félagið og mikilvæg.

  • f. Nefndarfundir – Framkvæmdarstjóri fer yfir áætlun um fundi stjórnar með nefndum félagsins. Byrjað verður á fundum með skemmtinefnd, mótanefnd og reiðveganefnd, miðvikudaginn 16. febrúar kl. 17:30.

  • g. Innheimta félagsgjalda – Samkvæmt ákvörðun aðalfundar er fjárhæð félagsgjalda óbreytt. Innheimtuseðlar verða sendir út á næstunni.

  • h. Fundarferð Stjórnar LH um landið, fundurinn með félögunum Fáki, Spretti, Sóta, Sörla, Herði og Adam. Verður mánudaginn 21. feb kl 19-21.

5.       Önnur mál

Ekki fleira gert og fundið slitið kl. 21:45