2022-07-Stjórnarfundur Sörla

Stjórnarfundur Sörla 

1.       Staða reiðhallarmála. Til umræðu fundargerð bæjarráðs Hafnarfjarðar ofl.
Rætt um fundargerð bæjarráðs Hafnarfjarðar vegna fundar bæjarráðsins þann 3. maí sl. Þar var m.a. fjallað um áframhald á byggingu reiðhallar hjá Sörla. Að mati stjórnar er orðlag bókunar fundarins fremur óljóst og mikilvægt að fá nánari skýringar frá bænum um hvað felst í bókuninni. Bókunin er á margan hátt afar jákvæð m.t.t. framhald verksins og vilja til að bjóða út fyrsta áfanga en ekki skýr um að hún veiti heimild fyrir því að fari sé í útboð strax, eða hvort þarf frekara samþykki bæjarráðs. Fyrir liggur samþykki bæjarráðs fyrir því að bjóða út jarðvinnu verksins núna og voru útboðgögn nánast tilbúin til auglýsingar. Formaður mun vinna málið áfram og leita svara.

2.       Gerð uppfærð rekstrarsamnings við Hafnarfjörð
Framkvæmdarstjóri og formaður stjórnar fara yfir að uppfæra þurfi rekstarsamning við Hafnarfjarðarbæ. Farið yfir að umfang starfsins sé orðið það mikið að nauðsynlegt sé að bæta við stöðugildi fyrir einn starfsmann til viðbótar. Ósk þess efnis verður sett fram í viðræðum við Hafnarfjarðabæ.

3.       Félagshús
Framkvæmdarstjóri fer yfir stöðuna í félagshúsinu, m.a. að nú sé vetrarstarfinu að ljúka. Rætt um nýtingu á húsinu yfir sumartímann. Einnig rætt um mönnun í félagshúsinu og starfið næsta vetur.

4.       Viðrunarhólf
Framkvæmdarstjóri upplýsir stjórn um þau verkefni sem þarf að fara í við viðrunarhólfið, m.a. girðingarvinnu og setja hlið í og þ.h. Búið að auglýsta eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða við verkefnið. Fram kemur að einhver hefur losað skít í óleyfi og farið með á hluta af svæðinu sem er algjörlega óásættanlegt. Í því sambandi er rætt um að almennt er oðið vandamál fyrir verktaka að losa skít frá hesthúsum, sem réttlætir þó ekki heimilislausa losun í viðrunarhólfið. Við áttum að fá aðstoð við að koma vatni í hólfin frá bænum en það er komin upp sú staða að það er ekki nægur þrístingur á lögninni, þyrfti dælur til að koma vatni, er enn í skoðun.

5.       Mót og sýningar
Framkvæmdarstjóri fer yfir vinnu mótanefndar en íþróttamót Sörla verður um þar næstu helgi. Undirbúningur er í gangi en mikilvægt að fleiri hendur komi að. Einar er fulltrúi stjórnar í samstarfi við mótanefnd og hann upplýsir um að boðað verði til fundar vegna íþróttamótsins á næstu dögum.

6.       Fundur með umhverfis og skipulagssviði v reiðvega
Framkvæmdarstjóri upplýsir um fund hans og fulltrúa reiðveganefndar með umhverfis og skipulagssviði Hafnarfjarðar. Upplýst um fyrirhugaðar framkvæmdir á reiðvegum, út fyrir Stórhöfða og á línuveg í átt að Krýsuvík og einnig frá Sléttuhlíð yfir í Smyrlabúð.

7.       Jakkar og peysur fyrir félagsmenn
Framkvæmdarstjóri upplýstir stjórn um að börn og ungmenni geti keypt sér merkta, peysur eða háskólaboli á kostnaðarverði, en þeir sem hafa verið á reiðmennskuæfingum og í félagshúsi fá þær inni í æfingagjöldum.

 Zo-on Jakkarnir vinsælu fara aftur í sölu í kringum Hafnarfjarðarmeistaramót.

8.       Reiðvegir og aðskotahlutir í þeim.
Framkvæmdarstjóra hafa ítrekað borist ábendingar um aðskotahluti í reiðvegum eftir að borið var í vetur. Á að vera sérunnið efni en því miður hafa ýmsir aðskotahlutir verið í efninu. Framkvæmdarstjóri upplýsir um að unnið sé að fá segul til að skanna yfir svæðið til að fjarlægja nagla ofl.

9.       Önnur mál
Rætt um viðhald á reiðhöllinni, bæði leka vandamál og lýsingu í skemmunni sjálfri, en útleiðsla er í ljósunum og bara hluti af þeim í lagi, komin tími á að led væða ljósin, búið er að fá tilboð í verkið og viðræður eru í gangi við Hafnarfjarðarbæ um skiptingu kostnaðarins.
Skógræktarlundur Sörla – Efnt verður til nafnasamkeppni, lundurinn verður merktur félaginu og stefnt er á gróðursetningu.

 

Ekki fleira gert og fundið slitið kl. 21:40