2022-01 Stjórnarfundur Sörla

Ýmislegt er nú rætt og skrafað 

1. Stjórn skiptir með sér verkum

Sveinn Heiðar: varaformaður
Kristín: gjaldkeri
María Júlía: ritari
Guðbjörg, Kristján og Einar: meðstjórnendur

2. Hugmynd frá formanni – „Komdu í hestana“ – fjölskyldupláss í félagshúsi.

Formaður kynnir hugmyndina sem miðar að bjóða fjölskyldum aðstöðu í félagshúsinu. Stjórn tekur vel í hugmyndina og ákveðið er að þróa hana áfram og velt upp hugmyndum um að skipa nýliðunarfulltrúa hjá félaginu.

3. Frá framkvæmdastjóra

a. Nefndafundir

Nefndarfundir verða skipulagðir, nefndir verða boðaðar til fundar 21. og 28. nóvember nk. Fundur hefjast kl. 17:30.

b. Efnisskipti á reiðgólfi og þrif á reiðskemmu í félagshúsi

Framkvæmdarstjóri fer yfir framkvæmdir í félagshúsinu en efnaskipti voru á reiðgólfi og reiðskemman þrifin.

c. Reiðtygi í félagshúsi

Framkvæmdarstjóri upplýsir að verið sé að smíða skápa sem krakkarnir í félagshúsinu munu hafa til afnota. Framkvæmdarstjóri leggur til að keypt verði 10 reiðtygi til afnota í félagshúsinu, þ.e. höfuðleður, mél, múlar og taumar. Framkvæmdarstjóri hefur rætt við Jón Söðla og fengið tilboð sanngjarnt tilboð. Stjórn samþykkir tillögu framkvæmdarstjóra um kaup á reiðtygjum.

d. Árshátíð - undirbúningur

Farið yfir undirbúning fyrir árshátíð.

e. Afreksverðlaun - kynbótaverðlaun - heiðursverðlaun

Gengið frá tilnefningum sem tilkynntar verða á uppskeruhátið Sörla laugardaginn 19. nóvember.

4. Önnur mál

Meðal annars rætt um árlegt starfsmannaviðtal stjórnar við framkvæmdarstjóra og ákveðið að setja það á dagskrá sem allra fyrst.

Stjórn félagsins fjallar um erindi sem virðist hafa borist til Hafnafjarðarbæjar þar sem félagssamtök óska eftir 300 m2 lóð undir stálgrindarhús á félagssvæði Sörla fyrir starfemi undir villiketti. Stjórn félagsins er alfarið andvíg því að byggingarlóðum á svæði félagsins sé úthlutað undir annað en hesthús eða hestatengda starfsemi. Stjórn vill beina þeim tilmælum til Hafnafjarðarbæjar að erindinu verði hafnað, enda samræmist áformin ekki fyrirliggjandi skipulagi. Stjórn félagsins hefur ekkert á móti umræddri starfsemi en telur að hún hljóti að geta fundið sér stað á svæði innan bæjarins þar sem skipulag hefur ekki þegar verið ákveðið undir hestatengda starfsemi. Mikil uppbygging er að hefjast á félagssvæði Sörla og mun félagið þurfa á öllum hesthúsalóðum að halda undir væntanleg ný hesthús.

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 21:45