1. ÍBH – leggur til að Sörli hafi fastamenn í tveimur nefndum ÍBH. Tilnefning stjórnar.
Formanni barst erindi IBH með tölvupósti mótteknum þann 28. febrúar 2023 þar sem ÍBH leggur til að Sörli hafi fastamann í allsherjarnefnd þings ÍBH sem er næst á dagskrá þann 11. maí nk.
Mættir stjórnarmenn sammælast um að tilnefna Atla Má Ingólfsson í allsherjarnefnd og Hinrik Þór Sigurðsson íþróttanefnda ÍBH.
2. Skírdagur – Happdrætti undirbúningur.
Farið var yfir undirbúning fyrir happdrættið og framkvæmdarstjóri segir frá því að hann hafi verið í sambandi við öfluga félagsmenn í því skyni að fá aðstoð við öflun vinninga í happdrættið. Þá var rætt um möguleg fyrirtæki og aðila sem á að hafa samband við.
3. Létt yfirferð af fundi LH með stjórnum hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu.
Einar, María og Sigríður Kristín sátu fund með LH og kynna fyrir mættum það helsta sem var rætt. Fundargerð liggur ekki fyrir og verður hún kynnt stjórn þegar þar að kemur
4. Viðskiptabanki félagsins er Íslandsbanki, er komin tími til að skipta um banka?
Framkvæmdarstjóri fer stuttlega yfir samskipti sín við viðskipabanka Sörla og styrkveitingar bankans. Ákveðið að halda áfram í viðskiptum við Íslandsbanka.
5. Ráðning starfsmanns, fjárveiting frá Hafnafjarðarbæ.
Framkvæmdarstjóri upplýsir um að samningur við Hafnarfjarðarbæ hafi enn ekki verið undirritaður af hálfu bæjarins. Vonast er til þess að það verði gert fljótlega svo unnt verði að auglýsa eftir starfsmanni.
6. Frá framkvæmdastjóra
a. Framhaldsaðalfundur – undirbúningur
Framhaldsfundur er á dagskrá þriðjudaginn 21. mars nk. Framkvæmdarstjóri fer yfir undirbúning fyrir fundinn, einkum og aðallega vinnslu ársreikning félagsins 2022.
b. Erindi frá félagsmanni um skort á bráðaþjónustu dýralækna stórgripa á höfuðborgarsvæðinu.
Stjórn Sörla tekur undir það með félagsmanninum að ástandið sé háalvarlegt. Stjórn mun skrifa bréf til Mast og hvetja til þess að bætt verði úr ástandinu.
c. Erindi frá félagsmanni varðandi styrk til stúlkna í hæfileikamótun LH
Samþykkt að styrkja hverja Sörla stúlku um kr. 50.000. Rétt er að taka fram að engir drengir frá Sörla eru um þessar mundir í hæfileikamótum LH.
d. Uppfærsla á Gæðaviðmiðum Hafnarfjarðar – Skipurit félagsins.
Rætt um og teiknuð upp og drög að skipuriti félagsins samþykkt. Skipuritið verður birt á vefsíðu félagsins.
e. Breytingar á skipulagi og kennslu í félagshúsi næsta haust.
Ákveðið um að yfirþjálfari verði faglegur yfirstjórnandi starfsemi félagshússins.
f. Kerrusvæði og tiltekt í kringum Sörlastaði, undirbúningur vegna fyrirhugaðra framkvæmda.
Framkvæmdarstjóri hefur ritað bréf sem birt verður á vefsíðu félagsins og samfélagsmiðlum þar sem því verður beint að félagsmönnum að fjárlægja þurfi kerrur og annað á kerrusvæðinu sem er í kringum Sörlastaði vegna fyrirhugaðrar framkvæmda.
7. Önnur mál
Rætt um framkvæmdir sem framundan eru vegna byggingu nýrrar reiðhallar og áhrif á starfsemi félagsins. Hugmyndir að nýju kerrasvæði ræddar.
Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 22:00