2024-01 Stjórnarfundur Sörla

Ýmislegt er nú rætt og skrafað 

1. Kosið í embætti hjá nýrri stjórn,  gjaldkeri, varaform og ritari

Stjórn skiptir með sér verkum þannig að auk Atli Már Ingólfsson formanns stjórnar er Sveinn Heiðar Jóhannesson varaformaður, Kristín Þorgeirsdóttir er gjaldkeri, María Júlía Rúnarsdóttir er ritari, Bryndís Snorradóttir, Arnór Snæbjörnsson og Kristján Jónsson er meðstjórnendur.

2. Yfirþjálfari kynnir stjórn afrekshóp Sörla og æfingaplan vetrarins fyrir þann hóp

Ásta Kara yfirþjálfari Sörla mætti til fundarins og kynnti fyrir stjórn og framkvæmdarstjóra afrekshóp unglinga og ungmenna sem valið er í samræmi við afreksstefnu félagsins. Þá kynnti yfirþjálfara mjög metnaðarfulla dagskrá fyrir afrekshópinn veturinn 2024-2025.

3. Landsþing - þingfulltrúar ofl.

Landsþing LH verður haldið í Borgarnesi 25.-26. október nk. Farið var yfir hverjir yrðu fulltrúar Sörla á þinginu. Vegna mikils kostnaðar sem hlýst af því að senda fulltrúa á þingið samþykkti stjórn að greiða þinggjöld og gistingu í eina nótt fyrir 7 fulltrúa sem gætu þá verið með umboð til að greiða atkvæði fyrir aðra 7 en Sörli hefur rétt til að senda samtals 14 fulltrúa með atkvæðisrétt á þingið.

4.     Fulltrúaráðsfundur ÍBH 10. október nk.

Ákveðið að varaformaður Sörla Sveinn Heiðar ásamt Kristjáni stjórnarmanni muni sitja fundinn fyrir hönd Sörla.

5.     Reiðgólf – farið yfir stöðuna.

Formaður kynnir fyrir stjórn vinnu „reiðhallargólfsnefndarinnar“, m.a. að nefndin hafi ráðfært sig við sænskan sérfræðing og að nefndarmaður muni kynna sér og skoða gólfefni sem notuð eru í keppnishöllum í Svíþjóð. Nefndin gerir ráð fyrir að skila niðurstöðum sínum eins fljótt og mögulegt er.

6. Frá framkvæmdastjóra

a.     Skilti og límmiðar til að hvetja fólk til félagsaðildar

Tillaga barst frá félagsmanni. – Rætt var um þessa góðu hugmynd og ákveðið að útfæra hana nánar.

b.     Plana áframhaldandi nefndarfundi

 Næstu fundir stjórnar með nefndum Sörla voru skipulagðir.

7. Önnur mál

·       Varaformaður upplýsti stjórn um að á kynningarfundi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði varðandi framtíðar deiliskipulag hafi Sigurður Haraldsson frá Hafnarfjarðarbæ kynnt skipulagið -  þar var m.a. kynnt framkvæmd við byggingu reiðhallar hafi Sigurður svarað því aðspurður að reiðhöllin yrði fullbúin og afhent í lok maí 2025. 

·       Formaður kynnti hugmynd um að Sörli sæki um að halda Íslandsmót fyrir börn og unglinga sem og fyrir ungmenni og fullorðna fyrir næstu 3 ár. Stjórn tók vel í hugmyndina og ákveðið að útfæra hana nánar.

 

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 22:50