2024-02 Stjórnarfundur Sörla

Ýmislegt er nú rætt og skrafað 

1. Barna- og unglingahátíð

Farið yfir undirbúning og skipulag fyrir árshátíð og uppskeruhátíð barna og unglinga sem verður haldin fimmtudaginn 7. nóvember nk. í veislusal Íshesta.

2. Yfirferð á árangursverðlaunum

Farið yfir niðurstöður árangursverðlauna sem verða afhent á árs-og uppskeruhátíð Sörla laugardaginn 9. nóvember nk.

3. Gullmerkishafar og umhverfisverðlaun

Farið yfir tillögur stjórnarmanna að gullmerkishöfum.

Ákveðið að veita tilteknum hesthúsaeigendum umhverfisverðlaun fyrir snyrtilegt og fallegt umhverfi í kringum hús sitt.

4. Upplýsingar um reiðgólf

Formaður fer yfir vinnu nefndar um hentugt efni í reiðhallargólf. Næstu fundur ákveðin á morgun. Stjórn leggur áherslu á að nefndin skili niðurstöðum/tillögum til stjórnar sem allra fyrst.

5. Mótanefndarmál

Stjórn leitaði til nokkurra félagsmanna sem hafa reynslu af keppnum og mótastarfi í því skyni að dreifa álagi á sjálfboðaliða sem fylgir mótahaldi hjá félaginu. Verður mótahald hjá Sörla á árinu 2025 með þeim hætti að hvert mót/mótaröð verður stýrt af einum aðila með liðsinni fleiri sjálfboðaliða.

6. Önnur mál

 

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 22:20