1. Reiðhallarmál, staða, gólf o.fl.
Rætt um undirbúning vegna reiðhallargólfs, aðföng og vinnsla. Þar með talið rætt um gerð batta. Farið stuttlega yfir stöðu framkvæmda við reiðhallirnar, en miðað er við að opnunarhátíð verði í apríl.
2. Alendis samstarf.
Sagt frá viðræðum formanns, gjaldkera og framkvæmdastjóra við fulltrúa Alendis í næstliðinni viku. Fram kom vilji af hálfu Alendis til að vinna fyrir félagið og gera samning við það um miðlun frá mótum á vegum félagsins. Ákveðið að halda áfram viðræðum.
3. Rúlluplastmál
Fyrir liggur að núverandi fyrirkomulag söfnunar á plasti rennur út um áramótin. Að öllu óbreyttu verður þjónustunni ekki framhaldið vegna mikils kostnaðar fyrir félagið.
4. Skötuveisla
Skötuveislu þessa árs verður aflýst vegna aðstæðna. Rætt um möguleika á því að hvetja félagsmenn til að halda skötuveislur í hesthúsum og hittast við það tilefni.
5. Mótanefndarmál
Eykt ehf hefur ákveðið að styrkja Hafnarfjarðarmeistaramótið að nýju í ár. Rætt um fyrirkomulag á mótinu sem og annarra móta framundan næsta vetur.
6. Frá Framkvæmdastjóra
a. Stofnbúnaður í nýju reiðhöllinni.
Búinn hefur verið til listi með hlutum, þ.e. stofnbúnaði, sem þarf að kaupa til nýju reiðhallarinnar, m.a. til að vinna gólfið, miðlunarbúnaðar, hljóð og mynd o.fl. Rætt um að halda þessu vel saman.
b. Glerveggur með rennihurðum.
Rætt um að setja glervegg, vel opnanlegan, milli gamla samkomusalarins og þess nýja.
c. Uppl. frá reiðveganefnd og æskulýðsnefnd.
Sagt frá hugmyndum sem hefðu komið fram um mikilvægi upplýsingaskilta og vegvísa, m.a. til að afmarka svæði félagsins. Rætt um að miðla sögu einstakra áfangastaða í leiðinni. Sagt frá því sem fram hefði komið á fundum nefndanna með stjórn.
d. Félagshús og aðrir ungir iðkendur.
Sagt frá starfi í félagshúsinu og sérstaklega mikilvægi þess að leiðbeina knöpum sem ekki eiga bakgrunn í hestamennsku. Umsjónarmaður félagshúss telur mikilvægt að virkja foreldra og veita þeim innsýn í meðhöndlun hrossa.
e. Taðmál.
Sagt frá stöðu losunar á taði.
7. Önnur mál
Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 23:00