1. Aðalfundur
Rætt um stöðu undirbúnings fyrir aðalfund. Allt að verða klárt.
2. Vökvunarkerfi í gömlu reiðhöllinni
Niðurstaða tilboða rædd. Ákveðið að ræða áfram við aðila sem gert hafa tilboð.
3. Áframhaldandi samstarf við Íshesta
Þarf að halda fund með þeim. Ákveðið að finna fundartíma þar sem form. og frkvst mæti fyrir hönd Sörla. Rætt um áhersluatriði stjórnar.
4. Erindi frá Stef um leigu að aðstöðu
Samþykkt að verða við því og frkvst. sendi tilboð til Stefs.
5. Verðskrá fyrir reiðhallir.
Stjórn fjallar um tillögur sem komu fram á síðasta fundi. Ákveðið að verðskrá verði eftirfarandi:
1. Ársaðgangur 65.000 kr.
2. Mánaðaraðgangur 15.000 kr.
3. Dagspassi 3.200 kr.
4. Hjónagjald 97.500 kr
Unglingar, ungmenni, öryrkjar og ellilífeyrisþegar greiða 50% af ársaðgangi eða 32.500 kr.
6. Verðskrá fyrir veislusal.
Stjórn fjallar um tillögur sem fram komu á síðasta stjórnarfundi eftir könnun frkvst. á kostnaði við þrif. Ákveðið að leiguverð á sal verði eftirfarandi, a.t.t. þess mikla kostnaðar sem er af þrifum á sal. En þrífa þarf sal, salerni og ganga vel fyrir hverja útleigu.
1. 220.000 kr - Nýji veislusalurinn
2. 250.000 kr – Ef gamli salurinn er líka leigður með.
Einnig fylgir einn eða fleiri starfsmenn, sem þarf að greiða fyrir, fer eftir fjölda veislugesta.
7. Erindi frá stjórnarmanni – málefni polla.
Bryndís Snorradóttir sendi inn erindi til stjórnar með tillögum um að stjórn greiddi fyrir kostnað við reiðkennslu fyrir polla á næsta starfsári vetrar. Stjórn samþykkti tillöguna og í samræmi við áætlaðan kostnað. Mikilvægt að halda uppi góðu starfi fyrir polla í félaginu.
9. Frá framkvæmdastjóra
a. Dagskrá næsta vetrar – keppnisdeildir. Flestar dagsetningar liggja fyrir. Rætt um spurningar frá Meistaradeild Líflands sem hefur sent óskir á reiðhallir á höfuðborgarsvæðinu um leigu undir mót. Svör tekin saman sem senda á deildina. Pressa á svör svo hægt sé að klára vetrardagskránna.
b. Lokafrágangur á mön við brautarenda. Frkvs. upplýsir um kostnað vegna manar. Fór fram úr áætlun. Búið var að gera samning við bæinn um framkvæmdina sem áætlunin hljóðaði upp á 9,2 millj, þar af var hlutur Hafnarfjarðarbæjar 7,4 millj. og félagsins 1.8 millj. En endanlegt verð var 10.8 mill, því verður hlutur félagsins hærri eða 3.4 millj. Mikil ánægja er með framkvæmdina sjálfa þó kostnaður félagsins hafi orðið hærri. Þótti hún löngu tímabær til að auka öryggi knapa, annarsvegar þeirra sem eru að æfa eða keppa í brautinni og þeirra sem eru á útreiðum. En brautarendinn orðin mjög góður og öruggur eftir þetta. Ljóst að framkvæmdin mun nýtast mjög vel á næstu árum.
c. Myndavélar og aðgangar að reiðhöllum – stýringar. Farið yfir stöðuna í þessum málum. Allt gert til að flýta þessum atriðum svo hægt sé að opna húsið sem verður ekki gert fyrr en þessi kerfi eru komin upp.
d. Samningsverk – Upplýst um stöðu samningsverka og lokafrágang. Ýmislegt er eftir af framkvæmdum sem Sörli gæti þurft að kosta tímabundið fram að nýju fjárhagsári hjá Hafnarfjarðarbæ. Stjórn leggur áherslu á að klára ákveðna hluti.
10. Önnur mál
Rætt um auglýsingu frá L.h. um mót sem sækja á um. Stjórn felur frkvstj að senda inn umsókn um eftirfarandi mót. Íslandsmót barna og unglinga 2028. Áhugamannamót Íslands 2026.
Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 23:00