1. Ásta Kara kom og fór yfir afreksstarfið
Rætt um stöðu undirbúnings fyrir aðalfund. Allt að verða klárt.
2. Stærri viðburðir í reiðhöll hugmyndir
Lagt fyrir stjórn hugmyndum að nokkrum stórviðburðum sem verður sett á valda laugardaga í vetur, málið sett í farveg og tekið fyrir síðar þegar það liggur betur fyrir.
3. Árs- og uppskeruhátíðir 2025
Allur undirbúningur í góðum farvegi einnig uppskeruhátíð barna og unglinga.
4. Reiðkennsla fyrir einstaklinga með fötlun
Erindi barst til stjórnar frá starfshópi LH sem er að fara í gang með verkefni hjá hestamannafélögum sem varðar reiðkennslu fyrir fatlaða einstaklinga, stjórn Sörla tók að sjálfsögðu vel í þetta erindi og mun taka fullan þátt í þessu verkefni í vetur.
5. Erindisbréf til bæjarins varðandi kerrustæði ofl.
Samþykkt að dusta rykið af fyrra bréfi og senda aftur beiðni sem varðar kerrustæði og allt deiliskipulag í kringum höll og aðkomu ásamt akstursleiðir í efra hverfi.
6. Hnakkamátunar dagur
Kom bréf frá Rúnari í Hrímni að fá að halda hnakka mátunar dag á Sörlastöðum stjórn samþykkti það, einnig bauð hann jakka fyrir Landsmót 2026, það á að skoða það og fá tilboð og sýnishorn frá fleiri aðilum.
7. Frá framkvæmdastjóra
a. Lýsing á svæði við og kringum Sörla koma í lag sem fyrst framkvæmdastjóri hefur samband við rafvirkja
b. Félagshús, þarf að taka og skipta um gólf í litlu reiðhöllinni framkvæmdastjóra falið að leita tilboða og koma í framkvæmd gamla gólfið alltof ryksælt
c. Afgreiðsluborð í veislusal - Það eru tilbúnar teikningar, framkvæmdastjóri fer í að leita tilboða. Stefnt er á að það verði klárt fyrir árshátíð 15. nóv.
d. Klára að hafa tiltækan keppnisvöll málið hjá framkvæmdarstjóra
e. Frágangur á dóti utan við reiðhöll, búið að fjarlægja mikin hluta af rusli þar og sú vinna heldur áfram, stjórn samþykkti að kaupa geymslugám til að koma þeim tækjum sem eru fyrir utan í lokaða geymslu ásamt mottum og efni.
f. Leiga á sal fyrir fermingar og fleiri veislur, verið að vinna í umsóknum framkvæmdarstjóra falið að svara þeim svo.
8. Önnur mál
Rætt um auglýsingu frá L.h. um mót sem sækja á um. Stjórn felur frkvstj að senda inn umsókn um eftirfarandi mót. Íslandsmót barna og unglinga 2028. Áhugamannamót Íslands 2026.
Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 22:45