Framhaldsaðalfundur fyrir árið 2021

2021 

Framhalds Aðalfundur Sörla. Þriðjudaginn 29. mars 2022 kl. 20:00 að Sörlastöðum

Formaður setti fundinn og tilnefndi Guðrún Björk Bjarnadóttur sem fundarstjóra. Fundurinn samþykkti tillögu formanns um fundarstjóra og var henni falin stjórn fundarins.

Ritari fundar er María Júlía Rúnarsdóttir ritari stjórnar Sörla.

Fundarstjóri lýsir því yfir að boðað hafi verið til fundarins með lögmætum hætti. Fundargestir gerðu ekki athugasemdir við lögmæti fundarins og telst hann því lögmætur.

Á dagskrá fundarins er að leggja fram kynna ársreikning félagsins vegna ársins 2021.

Kristín Þorgeirsdóttir, gjaldkeri félagsins fer yfir ársreikninginn.

Rekstrartekjur tæplega 77,5mkr árið 2021 sem er töluvert meira en árið á undan. Hækkun milli ára er mikið til komin vegna styrkja tengdum mótum en einnig er um að ræða mjög aukna og mikla virkni innan félagsins hvað varðar viðburði, rekstur félagshúss, námskeið og í öllu daglegu lífi innan félagsins.

Rekstrargjöld voru rúmlega 62,7mkr. Helstu breytingar milli ára er að mögulegt var að halda fleiri viðburði en árið á undan vegna Covid19.

Hagnaður ársins 2021 var rúmlega 14,8mkr sem er mun meira en árið 2020 en hagnaður þess árs var um 5,7mkr.

Fastafjármunir ársins 2021 voru um 174 mkr., veltufjármunir um 36,5mkr. og eignir samtals um 137mkr. Sem er hækkun upp á rúmar 17mkr. milli ára.

Gjaldkeri gerði einnig grein fyrir skýringum á ársreikningnum og nefndi sérstaklega eftirfarandi:

Keyptur var traktor á rúmlega 3mkr. á árinu 2021, sem var mikil gæfa því að ekki hefði verið unnt að moka reiðvegina þennan vetur með gamla traktornum. Tekið er fram að gamli traktorinn var seldur í upphafi ársins 2022 sem kemur ekki fram á ársreikningi sem nú er lagður fram.

Einnig var kynnt að félagið festi kaup á félagshúsi á árinu 2021 í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ. Félagshúsið verður eign Hafnarfjarðarbæjar en kaupin voru þannig framkvæmd að Sörli festi kaup á húsinu á árinu 2021 en með viljayfirlýsingu frá Hafnarfjarðabæ um að fá húsinu yrði afsalað til bæjarins á árinu 2022.

Ársreikningurinn var borinn undir aðalfund. Engar athugasemdir voru gerðar við ársreikninginn og var hann samþykktur samhljóða af viðstöddum.

Formaður tók til máls og fór yfir helstu áherslumál núverandi stjórnar Sörla.

Almennar umræður fóru fram, m.a. rætt um framkvæmdaráætlun vegna nýrrar reiðhallar og fleira.

Fleira ekki gert og fundarstjóri sleit fundinum kl. 21:00